BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Atlantic Cup 2014: Breiðablik – FC Midtjylland föstudaginn 7. febrúar klukkan 16:00

06.02.2014

Breiðabliksliðið gerði 1-1 jafntefli við SV Mattersburg frá Austurríki í fyrsta leik The Atlantic Cup. En sigur í vitaspyrnukeppni tryggði liðinu 2 stig af 3 mögulegum. Reyndar voru öll 5 mörk Blika í leiknum voru skoruð úr vítaspyrnum. Fjórir leikmenn voru að skora sín fyrstu mörk í meistaraflokksleik fyrir Breiðablik: Stefán Gíslason, þetta var jafnframt hans fyrsti leikur fyrir Breiðablik, Damir Muminovic, Jordan Halsman og Gísli Eyjólfsson.

Næst leikur Breiðabliks í Atlantic Cup 2014 er á morgun klukkan 16:00. Leikurinn fer fram á Estádio da Nora vellinum. Andstæðingar okkar er Danska liðið FC Midtjylland sem er sameinað lið Ikast FS og Herning Fremad frá Herning. Þetta er í þriðja sinn sem FC Midtjylland tekur þátt í Atlantic Cup en liðið vann mótið árið 2012.

Um æfingamótið; Atlantic Cup 2014 sem fer fram 3. – 13. Febrúar í Portúgal. Auk Breiðabliks og FH munu sterk félög frá Norðurlöndunum taka þátt sem og félög frá öðrum löndum í Evrópu.Þáttökuliðin eru: FC Kobenhafn, FC Midtjylland, FC Slovan Liberec, FC Spartak Moscow, Örebro SK, FH Hafnarfjörður, Breiðablik UBK og SV Mattersburg. Rapid Vín frá Austurríki sigraði mótið í fyrra, FC Midtjylland frá Danmörku vann árið 2012 og Elfsborg frá Svíþjóð varð meistari árið 2011.Allir leikir mótsins verða sýndir í beinni sjónvarpsútsendingu á EURO SPORT 2.

Áfram Breiðablik!

Til baka