Atli Hrafn Andrason til Breiðabliks
11.08.2020
Breiðablik hefur keypt miðjumanninn Atla Hrafn Andrason af Víkingi Reykjavík.
Atli Hrafn Andrason hefur skrifað undir langtímasamning við Breiðablik.
Atli Hrafn, sem er kant- og miðjumaður, er uppalinn hjá KR en árið 2017 gekk hann í raðir Fulham. Hann gekk svo í raðir Víkings árið 2018 en hann skoraði fimm mörk í 51 mótsleik fyrir félagið. Atli Hrafn á jafnframt að baki 23 leiki með yngri landsliðum Íslands.
"Við fögnum komu Atla Hrafns í félagið. Hann er ungur og öflugur leikmaður sem við teljum að styrki hópinn mikið," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari meistaraflokks karla.
Velkominn í Kópavoginn Atli Hrafn!