- Byrjunarliðið Blka í 100. mótsleiknum gegn FH. Mynd: HVH
- Leikurinn var 100. efstu deildar leikur Ella Helga. Mynd: HVH
- Leikurinn var 1. efstu deildar leikur Ágústar. Mynd: HVH
- Grétar Kristjánssonog Jón Ingi Ragnarsson voru heiðraðir fyrir leikinn. Báðir spiluðu og skoruðu í fyrstu lekjum Breiðabliks við FH árið 1964. Mynd: POA
Bitlaus toppbarátta
05.06.2016Topplið Breiðabliks tók á móti íslandsmeisturunum úr Hafnarfirði í kvöld. Mikill hugur var í stuðningsmönnum blika, enda langt síðan græna liðið var á toppnum síðast, í deild þeirra bestu. Stúkan var fyllt á stuttum tíma og þurfti því að opna þá gömlu, sem fylltist líka. Gott veður og aðstæður allar eins og best verður á kosið.
Byrjunalið blika var óbreytt frá leiknum gegn Stjörnunni, fyrir utan að Oliver Sigurjónsson var ekki með vegna meiðsla og Atli “having a laugh” Sigurjónsson kom inn í liðið.
Ég var að laga lokið á kaffibollanum þegar Fimleikafélagið kom boltanum í netið eftir 5 mínútna leik. Sessunautur minn sagði markið hafa verið lélegt, en mörk telja. Óþarfi að gefa þau samt.
Blikar réðu leiknum í fyrri hálfleik að mér fannst. Það sem einkenndi þennan leik var samt það að engin færi voru í leiknum. Hjá báðum liðum. Atli átti samt gott skot utan af velli, sem fór rétt framhjá. Hefði viljað sjá meira af slíkum tilburðum. Til þess að skora mörk, þurfa að vera færi. Þess vegna hefði verið sanngjarnt að þessi leikur hefði endað með markalausu jafntefli. Ég hefði tekið stigi fagnandi gegn íslandsmeisturunum.
Blikar sýndu góða samspilstakta oft á tíðum í leiknum, en þegar komið var að vítateig FH var lítið um hugmyndir. Sama gilti um FH. Bæði lið vantaði drápseðlið. FH kann að vinna svona leiki og er það oft kallað meistaraheppni. Ætli hún hafi ekki verið með þeim í liði í kvöld.
Ég hreinlega nenni varla að ræða þennan leik eitthvað frekar. Show must go on!
Andri Rafn Yeoman átti príðisleik. Ég er alltaf að verða hrifnari af Alfons Sampsted og varnarlínan var góð. Nánari umfjöllun um leikinn.
Þetta mark var bara svo mikill óþarfi.
Sjáumst á skaganum!
Áfram Breiðablik.
HF