Bjarkaleikur HK og Breiðabliks í Kórnum á laugardaginn
10.01.2020,,Derby“ slagur vinaliðanna HK og Breiðabliks í meistaraflokki karla fer fram í Kórnum á laugardaginn kl.11.15!
Leikurinn er hluti af Fótbolta.net mótinu 2020. Þetta er í fjórða sinn sem liðin mætast í mótinu. Tölfræðin er jöfin. HK vann árið 2011 í leik í 2. umferð. Blikar unnu árið 2018 í leik um 3ja sæti og í fyrra gerðu liðin 1:1 jafntefli í riðlinum.
Okkar drengir unnu Fótbolta.net mótið í fyrra og hafa því titil að verja. Sigurvegarar Fótbolta.net mótsins frá upphafi:
- 2011: Keflavík
- 2012: Breiðablik
- 2013: Breiðablik
- 2014: Stjarnan
- 2015: Breiðablik
- 2016: ÍBV
- 2017: FH
- 2018: Stjarnan
- 2019: Breiðablik
HK og Breiðablik eiga að baki 27 leiki í öllum mótum Þar til viðbótar hafa liðin marga vináttu-og styrktarleiki. Leikurinn i Fótbolta.net mótinu á laugardaginn er líka vináttu- og styrktarleikur milli liðanna, en félögin ákváðu að kalla þessa viðureign “Bjarkaleik” í minningu Bjarka Sigvaldasonar sem lést á síðasta ári. Frjáls framlög renna til Ljónshjarta-fyrir ungt fólk sem misst hefur maka og börn þeirra.