Blikar mæta Rósadrengjunum frá Þrándheimi
10.08.2020Breiðablik dróst gegn norska liðinu Rosenborg í forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Okkar drengir fá útileik og verður leikurinn í Þrándheimi fimmtudaginn 27. ágúst.
Liðin mættust árið 2011 í frægum leikjum. Við vorum eitthvað vankaðir í fyrri leiknum og töpuðum honum 5:0.
En svo sýndum við okkar bestu hliðar í seinni leiknum og unnum 2:0 á Kópavogsvelli. Kristinn Steindórsson skoraði annað markið í þeim leik. Það var fyrsti sigur Breiðablik í Evrópukeppni en ekki sá síðasti.
Norðmennirnir mættu Valsmönnum fyrir tveimur árum og voru Hlíðarendapiltar nálægt því að slá Þrándarana úr keppni þá. Aðeins vafasamur vítaspyrnudómur kom í veg fyrir það að Valur kæmist áfram. Þrátt fyrir Rosenborg sé sigurstranglegra liðið þá getur ýmislegt gert í knattspyrnu.
Þrátt fyrir að Rosenborg sé sigurstranglegra liðið þá getur ýmislegt gert í knattspyrnu. Á ýmsum miðlum í Noregi má lesa að heimamenn eru kampakátir með okkur sem mótherja og telja að sæti í næstu umferð sé næsta tryggt. Það er því okkar Blika að sýna og sanna að við getum komist í næstu umferð!
Rosenborg møter islandske Breidablik på Lerkendal i 1. runde av Europa League-kvalifiseringen.
— Rosenborg Ballklub (@RBKfotball) August 10, 2020
Kampen spilles torsdag 27. august og vises på https://t.co/QbSX4lP9VB (+). pic.twitter.com/O6Viv7PvGq
Áfram Blikar, alltaf, alls staðar
-AP
Heisi Heison hjá BlikarTV hitti Óskar Hrafn á Kópavogsvelli í dag.