BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Blikastrákaboltinn að byrja!

29.04.2017

Þrátt fyrir vetrarhrissing að undanförnu í Kópavoginum er sól í hörtum Blika þessa dagana. Stelpurnar gáfu tóninn með baráttusigri gegn FH á fimmtudaginn.

En nú er komið að strákunum og við fáum verðugt verkefni. Kátir KA-drengir frá Akureyri mæta í Kópavoginn á mánudaginn kl.17.00 og ætla að sýna og sanna að það er engin tilviljun að þeir eru komnir aftur á meðal hinna bestu eftir 13 ára fjarveru.

Blikastrákarnir hafa hins vegar æft vel að undanförnu og eru fullir sjálfstraust. Við misstigum okkur gegn nýliðunum í fyrra í Pepsí-deildinni og það ætlum við ekki að gera aftur!

Blikaklúbburinn og Kópacabana stuðningshópurinn ætla að hittast í Smáranum frá kl.15.30 að hita upp fyrir fjörið. Arnar þjálfari mætir og fer yfir leikskipulagið og hægt verður að kaupa veitinar á sanngjörnu verði. Því miður tókst ekki að senda út Blikaklúbbsskirteinin fyrir leikinn en stjórnarmenn í Blikaklúbbnum verða á staðnum alveg fram að leik til að afhenda skírteinin.

Tölfræðin er okkur Blikum í hag ef við skoðum leiki þessara lið frá upphafi.

Samtals 33 leikir í öllum opinberum keppnum frá upphafi. 

Fyrsti opinberi leikur liðanna var á Kópavogsvelli 13.maí 1978. Leikurinn var í gömlu 1. deildinni og lauk með 2-2 jafntefli.

Leikir liðanna í efstu deild, heima og heiman: 

Leikir liðanna í efstu deild á Kópavogsvelli:  

Það eru 25 ár síðan liðin léku síðast efstudeildar leik á Kópavogsvelli. Sá leikur var 29.6.1992 og vannst 2-1 með mörkum frá Reyni Birni Björnssyni og Sigurjóni Kristjánssyni. Þjálfarateymið okkar, Arnar Grétarsson og Sigurður Víðisson, voru báðir í liði Breiðabliks í leiknum.

Lengi hafa tengingar verið milli liðanna tveggja og nú eru þrír fyrrverandi leikmenn Breiðabliks að spila með KA-liðinu. Þetta eru þeir Guðmann Þórisson, Steinþór Freyr Þorsteinsson og Elfar Árni Aðalsteinsson. Þar að auki er framkvæmdastjóri KA, Sævar Pétursson, gamall leikmaður Blikaliðsins. 

Svo má ekki gleyma því að bræðurnir og Stór-Blikarnir Einar, Hinrik og Þórarinn Þórhallssynir (Huldusynir) hafa allir leikið með báðum liðum. Einar 1979, Þórarinn (Tóti) 1983/1984 og Hinrik hefur leikið yfir 100 leiki með KA á árunum 1981 til 1987. Sjá viðtal úr safni við þá bræður hér

Við hvetjum alla Blika til að fjölmenna á Kópavogsvöll á mánudaginn kl.17.00. Þetta verður hörkuleikur, spáin er þokkaleg þannig að allar ytri aðstæður gefa tilefni til bjartsýni.

Upphitunarþáttur BlikarTV

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka