- Ný stjórn Knattspyrnudeildar Breiðabliks kosin á aðalfundi 13. febrúar 2013. Aftari f.v.: Magnús Valdimarsson, form. mfl. ráðs kvenna, Bjarni Bergsson, form. mfl.ráðs karla , Ingvi J. Ingvason, varamaður, Kristján Ingi Gunnarsson, meðstjórnandi, Hannes Heimir Friðbjörnsson, varamaður, Tryggvi Hafstein, form. unglingaráðs. Sitjandi: Kristín Rut Haraldsdóttir ritari, Gunnar Þorvarðarson, gjaldkeri, Borghildur Sigurðardóttir, formaður, Vilhelm Þorsteinsson, varaformaður. Mynd: AP
Borghildur formaður í nýrri stjórn Knattspyrnudeildar
14.02.2013Á mjög fjölmennum aðalfundi knattspyrnudeildar í gær var Borghildur Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Fjárstoðar kosinn nýr formaður knattspyrnudeildar. Þetta er í fyrsta skipti í rúmlega 55 ára sögu knattspyrnudeildar sem kona tekur við embætti formanns deildarinnar. Borghildur hefur verið mjög virk í starfi deildarinnar undanfarin ár og m.a. verið formaður meistaraflokksráðs kvenna undanfarin tvö ár. Þar áður átti hún sæti í stjórn Blikaklúbbsins. Hér er hægt að lesa viðtal við Borghildi í nýjasta ársriti knattspyrnudeildarinnar.
Aðrir sem voru kosnir í stjórn voru Gunnar Þorvarðarson, Vilhelm Þorsteinsson, Kristín Rut Haraldsdóttir og Kristján Ingi Gunnarsson. Í varastjórn voru kosnir Hannes Friðbjarnarson og Ingvi J. Ingvason.
Rekstur deildarinnar var í jafnvægi á síðasta ári og var smávægilegur hagnaður af rekstrinum.
Við óskum nýrri stjórn til hamingju með kjörið og vonar að henni farnist vel. Á sama tíma þökkum við fráfarandi stjórn og þá sérstaklega Einari formanni og Ingva gjaldkera þakkir fyrir gott samstarf.
Áfram Breiðablik!
P.S. Í tilefni af 63 ára afmæli Breiðabliks þá verður haldin fjölskylduskemmtun í Smáranum á sunnudaginn. Við hvetjum alla til Blika til að mæta!