Breiðablik - Grindavík í Kórnum klukkan 18:00
18.02.2014Blikarnir eru mættir veðurbarðir eftir rigningartíð í Portúgal en það er sól í þeirra hjörtum! Liðið spilaði vel á Atlantic mótinu og er stemmningin í hópnum mjög góð.
Við spilum okkar fyrsta leik í Lengjubikarnum í dag kl.18.00 gegn Grindvíkingum í Kórnum í efri byggðum Kópavogs. Við eigum harma að hefna gegn þeim gulklæddu því þeir lögðu okkur að velli 2:3 í fotbolta.net mótinu fyrir um mánuði síðan.
Við hvetjum því alla Blika til að mæta og sjá hvernig strákarnir okkar koma stemmdir eftir Portúgalsdvölina.
Áfram Breiðablik!
P.S. Við minnum alla Blika á að taka frá helgina 25.-27. apríl! Á föstudeginum verður að öllum líkindum ,,Dömukvöld“ og á laugardagskvöldið ,,Herrakvöld“. Í tenglum við það verður hið margfræga Árgangamót haldið. Komið hafa upp hugmyndir að hafa sérstakan ,,kvennariðil“ enda hefur Breiðablik haldið úti í kvennaknattspyrnu í yfir 40 ár.