- Liðsmynd 2018. Fremsta röð f.v.: Ágúst Þór Gylfason aðalþjálfari, Guðmundur Steinarsson aðstoðarþjálfari, Aron Bjarnason, Kolbeinn Þórðarsson, Ólafur Íshólm Ólafsson, Gunnleifur Gunnleifsson fyrirliði, Sindri Snær Vilhjálmsson, Davíð Ingvarsson, Oliver Sigurjónsson, Ólafur Pétursson markmannsþjálfari, Orri Hlöðversson formaður knattspyrnudeildar. Miðröð f.v.: Hörður Heiðar Guðbjörnsson formaður meistaraflokksráðs, Marinó Önundarsonar liðsstjórn, Jón Magnússon liðsstjórn, Þorsteinn Máni Óskarsson sjúkarþjálfari, Jonathan Hendrickx, Alexander Helgi Sigurðarson, Andri Rafn Yeoman, Gísli Eyjólfsson, Aron Már Björnsson styrktarþjálfari, Elfar Leonardsson sjúkraþjálfari, Sigurður Hlíðar Rúnarsson framkvæmdarstjórn. Aftari röð f.v.: Andri Fannar Baldursson, Davíð Kristján Ólafsson, Brynjólfur
Breiðablik - Grindavík í PEPSI karla sunnudag kl.15:00!
30.08.201819.umferð í PEPSI karla fer fram um helgina. Einn leikur er á föstudagskvöld. Þá taka Keflvíkingar á móti Fylkismönnum kl.17:30 en leikurinn er hluti af dagskrá Ljósanætur 2018 í SunnyKEF. Á sunnudag eru fimm leikir. Kl.14:00 fá Fjölnismenn Stjörnumenn í heimsókn, Eyjamenn taka á móti Viking R, og KA-menn fá Valsmenn í heimsókn. Við Blikar fráum lið Grindavíkur í heimsókn á Kópavogsvöll kl.15:00. Umferðinni lýkur svo með leik FH og KR í Krikanum kl.17:15.
Eftir tvo tapleiki í röð er Blikaliðið nú í 3. sæti með 34 stig – 2 stigum á eftir Stjörnunni sem er í 2. sæti og 5 stigum á eftir toppliði Vals. Það eru 4 leikir / 12 stig eftir og allt getur gerst.
Eftir 3 töp, 1 jafntefli og 1 aðeins sigur í síðustu 5 leikjum sigla Grindvíkingar nú nokkuð lygnan sjó með 24 stig í 6. sæti en ætla sér örugglega sigur til að eiga möguleika á slag um fjórða sætið.
Strákarnir okkar eru staðráðnir að sýna sitt rétta andlit á móti Grindavík á sunnudaginn og freysta þessa að komast aftur á sigurbraut.
Sagan
Heildarfjöldi innbyrgðis viðureigna liðanna í öllum mótum eru 44 leikir. Grindvíkingar hafa sigrað 18 leiki, Blikar 16 leiki og jafnt er í 10 leikjum.
Leikirnir 44 skiptast þannig: A-deild(25), B-deild(4), Bikarkeppni KSÍ(4), Lengjubikar(7), Fótboli.net(3), Litli bikarinn(1)
Efsta Deild
Fyrsta innbyrgðis viðureign liðanna í efstu deild var á Kópavogsvelli 20. júlí 1995. Leiknum lauk með markalausu jafntefli. Nánar um leikinn (myndband). En innbyrgðis viðureignir liðanna í efstu deild eru 25 leikir. Breiðablik hefur sigrað 8 leiki, Grindvíkingar 11 leiki og jafnt var 6 leikjum.
Sagan er því með Grindvíkingum, ekki bara á þeirra heimavelli í Grindavík, heldur líka á Kópavogsvelli. Í 12 efstu deildar leikjum liðanna á Kópavogsvelli leiða Grindvíkingar með 5 sigra gegn 4 Blikasigrum. Jafnteflin eru 3.
Blikar gerðu góða ferð til Grindavíkur í fyrri umferðinni í sumar. Leikurinn vannst 0:2 með mörkum Sveins Arons Guðjohnsen og Gísla Eyjólfs. Nánar um leikinn.
Síðustu 5 á Kópavogsvelli
2017: 0:0 Blikar stýrðu leiknum en nýtu ekki yfirburðina
2012: 2:0 Rafn Andri og Guðmundur Pétursson skoruðu mörkin
2011: 2:1 Kiddi Steindórs og Arnór Sveinn skorðu fyrir Blika
2010: 2:3 Arnór Sveinn og Alfreð Finnboga skoruðu fyrir Blika
2009: 3:0 Alferð Finnboga skorði 2 og Kiddi Steindórs 1 mark
Markaregn!
Liðin hafa skorað samtals 95 mörk í 25 innbyrgðis leikjum í efstu deild. Leikir liðanna árin 1995 og 1996 enduðu með markalausu jafntefli en hér eru nokkrir markaleikir: 2017: 4-3 2011: 2-1 2010: 2-3 2009: 3-0 2008: 3-6 2006: 2-3 2001: 2-4 2000: 3-4 1999: 4-1
Dagskráin
Sjáumst öll á Kópavogsvelli á sunnudaginn kl.15:00 og hvetjum okkar menn til sigurs í toppbaráttunni.
Það verður kaldur í tjaldi, börger á grilli og rjúkandi kjötsúpa. Sparkvöllurinn á sínum stað fyrir þá krakkana.
Leikurinn á Kópavogsvelli hefst kl.15:00!
Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!