BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Breiðablik - Grindavík í PEPSI karla sunnudag kl.15:00!

30.08.2018

19.umferð í PEPSI karla fer fram um helgina. Einn leikur er á föstudagskvöld. Þá taka Keflvíkingar á móti Fylkismönnum kl.17:30 en leikurinn er hluti af dagskrá Ljósanætur 2018 í SunnyKEF. Á sunnudag eru fimm leikir. Kl.14:00 fá Fjölnismenn Stjörnumenn í heimsókn, Eyjamenn taka á móti Viking R, og KA-menn fá Valsmenn í heimsókn. Við Blikar fráum lið Grindavíkur í heimsókn á Kópavogsvöll kl.15:00. Umferðinni lýkur svo með leik FH og KR í Krikanum kl.17:15.

Eftir tvo tapleiki í röð er Blikaliðið nú í 3. sæti með 34 stig – 2 stigum á eftir Stjörnunni sem er í 2. sæti og 5 stigum á eftir toppliði Vals. Það eru 4 leikir / 12 stig eftir og allt getur gerst.

Eftir 3 töp, 1 jafntefli og 1 aðeins sigur í síðustu 5 leikjum sigla Grindvíkingar nú nokkuð lygnan sjó með 24 stig í 6. sæti en ætla sér örugglega sigur til að eiga möguleika á slag um fjórða sætið.

Strákarnir okkar eru staðráðnir að sýna sitt rétta andlit á móti Grindavík á sunnudaginn og freysta þessa að komast aftur á sigurbraut.

Sagan

Heildarfjöldi innbyrgðis viðureigna liðanna í öllum mótum eru 44 leikir. Grindvíkingar hafa sigrað 18 leiki, Blikar 16 leiki og jafnt er í 10 leikjum.

Leikirnir 44 skiptast þannig: A-deild(25), B-deild(4), Bikarkeppni KSÍ(4), Lengjubikar(7), Fótboli.net(3), Litli bikarinn(1)

Efsta Deild

Fyrsta innbyrgðis viðureign liðanna í efstu deild var á Kópavogsvelli 20. júlí 1995. Leiknum lauk með markalausu jafntefli. Nánar um leikinn (myndband). En innbyrgðis viðureignir liðanna í efstu deild eru 25 leikir. Breiðablik hefur sigrað 8 leiki, Grindvíkingar 11 leiki og jafnt var 6 leikjum.

Sagan er því með Grindvíkingum, ekki bara á þeirra heimavelli í Grindavík, heldur líka á Kópavogsvelli. Í 12 efstu deildar leikjum liðanna á Kópavogsvelli leiða Grindvíkingar með 5 sigra gegn 4 Blikasigrum. Jafnteflin eru 3.

Blikar gerðu góða ferð til Grindavíkur í fyrri umferðinni í sumar. Leikurinn vannst 0:2 með mörkum Sveins Arons Guðjohnsen og Gísla Eyjólfs. Nánar um leikinn.

Síðustu 5 á Kópavogsvelli

2017:  0:0  Blikar stýrðu leiknum en nýtu ekki yfirburðina

2012:  2:0  Rafn Andri og Guðmundur Pétursson skoruðu mörkin

2011:  2:1  Kiddi Steindórs og Arnór Sveinn skorðu fyrir Blika

2010:  2:3  Arnór Sveinn og Alfreð Finnboga skoruðu fyrir Blika 

2009:  3:0  Alferð Finnboga skorði 2 og Kiddi Steindórs 1 mark

Markaregn!

Liðin hafa skorað samtals 95 mörk í 25 innbyrgðis leikjum í efstu deild. Leikir liðanna árin 1995 og 1996 enduðu með markalausu jafntefli en hér eru nokkrir markaleikir: 2017: 4-3 2011: 2-1  2010: 2-3  2009: 3-0  2008: 3-6  2006: 2-3  2001: 2-4  2000: 3-4  1999: 4-1

Dagskráin

Sjáumst öll á Kópavogsvelli á sunnudaginn kl.15:00 og hvetjum okkar menn til sigurs í toppbaráttunni.

Það verður kaldur í tjaldi, börger á grilli og rjúkandi kjötsúpa. Sparkvöllurinn á sínum stað fyrir þá krakkana.

Leikurinn á Kópavogsvelli hefst kl.15:00!

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka