BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Breiðablik – Grindavík í PEPSI mánudaginn 26. júní kl. 20:00

23.06.2017

Blikar taka á móti spútnik liði Grindvíkinga í stórleik 9. umferðar Pepsi-deildar karla á mánudaginn.

Heildarfjöldi innbyrgðis viðureigna liðanna í öllum mótum er 41 leikur. Grindvíkingar hafa sigrað 17 leiki, Blikar 15 leiki og í 9 leikjum er jafntefli niðurstaðan.

Allra fyrsti leikur mótsleikur liðanna var í 2. umferð Bikarkeppni KSÍ í júní 1985. Leikurinn fór fram á Kópavogsvelli og tapaðist 0-1.

Fyrsta innbyrgðis viðureig liðanna í efstu deild (Sjóvá-Almennra deildin) var leikinn á Kópavogsvelli 20. júlí. Leiknum lauk með markalausu jafntefli. Nánar um leikinn (myndband). En innbyrgðis viðureignir liðanna í efstu deild eru 22 leikir. Breiðablik hefur sigrað 7 viðureignir, Grindvíkingar 10 viðureignir og 5 viðureignir enda með afntefli.

Sagan er því með liði Grindavíkur bæði á þeirra heimavelli í Grindavík og á Kópavogsvelli. Grindvíkingar hafa unnið 5 sinnum í Grindavík, Blikar hafa unnið 3 leiki og jafnteflin eru 3. Á Kópavogsvelli hefur Grindavík vinninginn með 5 sigra,  gegn 4 sigrum Blika. Jafnteflin eru 2.

Blikar hafa unnuð 2 síðustu efstu deildar leiki liðanna á Kópavogsvelli. Árið 2011 vinna Blikar 2-1 sigur í 3. umf og vinna svo  2-0 sigur í 7. umf 16. júní 2012. 

Markaregn!

Liðin hafa skorað samtals 86 mörk í 22 leikjum í efstu deild. Á Kópavogsvelli eru skoruð samtals 45 mörk í 9 leikjum. Leikir liðanna árin 1995 og 1996 enduðu með markalausu jafntefli: 

2012: 2-0      2011: 2-1     2010: 2-3      2009: 3-0      2008: 3-6     2006: 2-3     2001: 2-4  2000: 3-4     1999: 4-1

Samtals 45 mörk skoruð í 9 leikjum á Kópavogsvelli eða 5 mörk að meðaltali í leik. 3-6 leikurinn árið 2008 er sérstaklega minnisstæður. Nánar um leikinn (myndband).

Þriðja viðureign liðanna á þessu ári:

Liðin mættust í Lengjubikarnum í lok febrúar á þessu árið. Leikið var í Fífunni og lauk leiknum með 1-1 jafntefli þar sem Gunnleifur og Davíð Kristján redduðu stigi fyrir Blika. Sjá umfjöllun Blikar.is. Og hér má sjá glæsilegt mark Davíðs Kristjáns og markvörslu Gunnleifs Gunnleifssonar.

Hinn leikurinn var leikur um 5. sæti í Fótbolta.net mótinu 2017. Leikið var í Fífunni í byrjun mars og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Það þurfti því vítaspyrnukeppni til að fá úrslit sem Grindavik vann 4-3. Sjá nánar.

Leikurinn á mánudaginn býður upp á ýmsa möguleika. Það er stutt á milli topp- og botnbaráttunnar. Ef við vinnum þá gulklæddu spyrnum við okkur vel upp töfluna. Við viljum hins vegar ekki hugsa þá hugsun til enda ef við misstígum okkur.

Strákarnir okkar hafa æft vel undanfarna daga og eru mjög fókuseraðir á leikinn á mánudaginn.

Það má búast við fjölmenni á Kópavogsvöll og hvetjum við alla Blika til að mæta í grænu og hvetja liðið okkar til sigurs.

Leikurinn á mánudaginn hefst klukkan 20:00!

Áfram Breiðablik, alltaf, alls staðar!

Til baka