Breiðablik mætir FK Jelgava á fimmtudag
27.06.2016Það er ekki bara Evrópukeppnin í Frakklandi sem er í fullum gangi heldur líka undankeppni Evrópudeildarinnar hjá Breiðablik.
Næstkomandi fimmtudag, 30. Júní kl. 19:15, fer fram leikur Breiðabliks og FK Jelgava frá Lettlandi.
Almennt verð er 2.500 krónur og 1.000 fyrir börn.
Munið að einungis er selt í sæti og því takmarkaður fjöldi miða í boði!
Hvetjum alla til að tryggja sér miða í tæka tíð á þennan mikilvæga leik en stuðningur áhorfenda skiptir miklu máli. Nánar um leikinn á UEFAcom
Blikaklúbbsmeðlimir geta keypt miða á leikinn á sérkjörum. Miðinn fyrir meðlimi er á 2 þúsund krónur og 500 krónur fyrir börn. Miðasala hefst í Smáranum seinni partinn í dag en sérkjör Blikaklúbbsins gilda fram á miðvikudagskvöld. Þar liggur frammi listi með nöfnum allra í Blikaklúbbnum.
Munið að einungis er selt í sæti og því takmarkaður fjöldi miða í boði!
Áfram Breiðablik og áfram Ísland!