BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Breiðablik – Stjarnan í PEPSI sunnudaginn 14. maí kl. 20:00!

13.05.2017

Við minnum á leik Breiðabliks og Stjörnunnar á Kópavogsvelli á sunnudag kl. 20:00 í PEPSI-deild karla.

Okkur hefur yfirleitt gegnið vel með Stjörnuna á Kópavogvelli og vonandi verður engin breyting þar á.

En fyrsti opinberi leikur Breiðabliks og Stjörnunnar fór fram á Melavellinum í Reykjavík 22. ágúst 1970. Leikurinn var í 1. umferð Bikarkeppni KSÍ. Blikar unnu þessa fyrstu viðureign liðanna nokkuð stórt eða með 11 mörkum gegn engu!

Liðin hafa mæst 50! sinnum í öllum keppnum frá árinu 1970. Leikirnir 50 dreifast á 6 mót: A-deild(24), B-deild(12), Bikarkeppni KSÍ(2), Litla Bikarkeppnin(6), Lengjubikarinn(3) og Fótbolta net mótið(3). Blikar hafa unnið 23 leiki, Stjarnan 17 leiki og jafnteflin eru 10.

Í 16 efstu deildar leikjum liðanna frá endurkomu Stjörnunnar upp í efstu deild árið 2009 hafa Blikar sigrað 10 sinnum, Stjarnan hefur unnið 2 leiki og 4 sinnum hefur orðið jafntefli. Blikar hafa skorað 34 mörk gegn 18 Stjörnu-mörkum. Samtals gera þetta 52 mörk eða liðlega 3 mörk per leik. Leikir liðanan eru miklir markaleikur - það er bara þannig.

Leikurinn á Kópavogsvelli á sunnudaginn er 13. efstu deildar viðureign liðanna á Kópavogsvelli frá því að liðin léku þar fyrsta efstu deildarleikinn 14. júlí 1991. Sá leikur tapaðist 0:2 sem og efstu deildar leikur liðanna á Kópavogsvelli 11. júlí 1994. Breiðablik hefur ekki tapað í efstu deildar leik fyrir Stjörnunni á Kópavogsvelli síðan þá, eða í 23 ár.

Viðureignir liðanna í efstu deild á Kópavogsvelli árin 2009 - 2013 voru miklir markaleikir eins og lesa má um hér.

Heimaleikurinn í lok ágúst í fyrra var eftirminnanlegur og vannst með glæsilegu marki Höskuldar þegar vallarklukkan sýndi 90 mínútur.

En munum að þessi tölfræði segir ekki neitt þegar út á völlinn er komið á laugardaginn.

Athugið! Leikurinn er kl. 20:00 á sunnudaginn. 

Upphitun í boði Heisa hjá BlikarTV.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka