Breiðablik – Víkingur R í Lengjubikarnum í Fífunni á laugardag kl.11:00
21.02.2019Strákarnir byrja laugardaginn í Fífunni með leik gegn Reykjavíkur Víkingum í 2. umferð Lengjubikarsins 2019. Leikurinn hefst kl.11:00 og verður sýndur á Stöð 2 Sport fyrir þá sem ekki eiga heimangengt.
Liðin hafa mæst alls 79 sinnum í opinberri keppni frá fyrsta innbyrðis leik liðanna árið 1990. Meira >
Innbyrðis leikir liðanan í Lengjubikarnum eru 7. Blikar hafa yfirhöndina með 5 sigra gegn tapi og jafntefli. Meira >
Liðið okkar hefur verið mikið í sviðsljósi fjölmiðla að undanförnu en tveir öflugir leikmenn okkar hafa hleypt heimdraganum undanfarið. Willum Þór Willumsson er farinn til hvít-rússneska stórveldisins BATE Borisov og bakvörðurinn okkar knái Davíð Kristján Ólafsson skrifaði nýlega undir samning við Álasunds í Noregi.
Nýju leikmennirnir Viktor Karl, Kwame Quee og Þórir voru ekki gjaldgengir með liðinu í leiknum við Gróttu um síðustu helgi. Felagaskipti Þóris eru gengin í gegn og eftir félagaskiptagluggann á morgun, 21. febrúar, verða Viktor Karl Einarsson og Kwame Quee orðnir löglegir með Blikaliðinu.
Við hvetjum því Blika til að fjölmenn í góða veðrið í Fífunni og sjá strákana etja kappi við Reykjavíkur Víkinga.
Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!