Evrópudeild UEFA 2019: Vaduz – Breiðablik fimmtudag 18. júlí kl.17.00!
15.07.2019Næsti leikur Blika er seinni leikurinn gegn Vaduz frá Liechtenstein í undankeppni Evrópudeildar UEFA. Leikurunn fer fram á heimavelli Vaduz, Rheinpark Stadion, á fimmtudaginn kl. 17:00!
Þetta er seinni leikur liðanna. Fyrri leikurinn fór fram á Kópavogsvelli á fimmtudaginn var. KIG, tíðindamaður blikar.is á fyrri leiknum, komst svona að orði í umfjöllun um leikinn:
Hlutirnir hafa ekki alveg verið að ganga eins og maður hefur viljað hjá okkar mönnum og því var kærkomið að fá tilbreytingu. Evrópukvöld á Kópavogsvelli, við eigum að vera virkilega ánægð með að fá þessa leiki í Kópvoginn. Það eu bara bestu lið landsins sem fá að taka þátt. Það var reynt að gíra allt í gang, kveikt á fljóðljósum, nýr búningur sem er nota bene mög flottur …. meira>
Byrjunarlið Blika gegn Vaduz á Kópavogsvelli í síðustu viku
Liechtenstein er smáríki í Ölpunum. Þetta er furstadæmi sem liggur milli Sviss og Austurríkis og er með sama íbúafjölda og Kópavogur, 37.000 manns. Þetta er skattaparadís útvalinna og íbúarnir ekki verið þekktir fyrir knattspyrnuiðkun. En við getum alveg rifjað upp að það er ekki lengra síðan en áratugur að Liechtenstein sigraði Ísland 3-0 á Rínarleikvanginum í Vaduz - og Ísland var með Eið Smára innanborðs þá.
Vaduz leikur í svissnesku B deildinni sem er firnasterk og hefur leikmenn frá Slóvakíu, Serbíu, Tyrklandi, Senegal, Benín og Austurríki innan sinna raða.
Gunnleifur Gunnleifsson fyrirliði og Guðmundur Steinarsson aðstoðarþjálfari léku báðir með Vaduz árið 2009. Þjálfarinn var Pierre Littbarski, sá frábæri kantmaður þýska landsliðsins sem varð heimsmeistari 1990 og fór alla leið í úrslit á HM 1982 & 1986. Segir ekki reyndar mikið af þjálfaraferli Littbarskis síðan.
Síðustu leikir liðanna
Útileikir Breiðabliks í Evrópudeild UEFA.
07.07.2016. 1. umf. Undankeppni - seinni leikur. FK Jelgava 2:2 >
11.07.2013: 1. umf. Undankeppni - seinni leikur. FC Santa Coloma 0:0 >
25.07.2013: 2. umf. Undankeppni - seinni leikur. Sturm Graz 0:1 >
01.08.2013: 3. umf. Undankeppni - fyrri leikur. FC Aktobe 1:0 >
15.07.2010: 2. umf. Undankeppni - fyrri leikur. Motherwell FC 1:0 >
Leikurinn fer fram á Rheinpark Stadion í Vaduz í Sviss og hefst kl.17:00 að íslenskum tíma (19:00 að staðartíma í Sviss).
Kannað var með steymi á leikinn og niðurstaðan er að hægt er að horfa á leikinn á þessari slóð hér.
Og bein útsending verður í stúkunni á Kópavogsvelli frá leiknum kl.17.00.
Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!