BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

FH - Breiðablik í PEPSI mánudaginn 7. maí kl. 19:15

04.05.2018

Leikur Breiðabliks gegn FH í 2.umferð í Pepsi deiladarinnir 2018 í Krikanum á mánudaginn kl.19:15 er fyrsti útivallarleikur Blika í deildinni í ár. En síðasti útivallarleikur liðsins í deildinni í fyrra var einmitt sigurleikur gegn FH í Krikanum.

Bæði lið eru með 3 stig eftir fyrstu umferðina. Á sama tíma Blikar voru að tryggja sér þrjú örugg stig í leik gegn ÍBV á Kópavogsvelli sóttu FH-ingar þrjú stig til Grinadvíkur með 0-1 sigri á heimamönnum.

Eftir fyrstu umferðina skipa Breiðablik, Valur, FH og Víkingur R. Fjögur efstu sætin í deildinni. Víkingur R. og Valur eigast við á mánudaginn á sama tíma og leikur FH og Blika fer fram í Krikanum. Það er því ljóst að sigurlið þessarra tveggja leikja munu halda toppsætum þegar flautað verður til leiksloka á mánudagskvöld. Koma svo Blikar!

Sagan

Efstu-deildar leikir liðanna frá upphafi heima og heiman eru 46. Blikasigrar eru 17, FH-sigrar 19 og jafnteflin 10.

132 mörk eru skoruð í þessum 46 leikjum; blikar 64 mörk og FH 68 mörk.

En liðin eiga að baki 105 mótsleikií öllum keppnum frá upphafi. Í þessum 105 mótsleikjum liðanna frá 1964 til 2017 hafa Blikar unnið 35 leiki, jafnteflin eru 21 og FH hefur sigrarð í 49 leikjum.

Fyrsti mótsleikurleikur liðanna var í A-riðli í 2. deildar laugardaginn 13. júní 1964. Leikurinn var jafnframt vígsluleikur Vallargerðisvallar og bæjarstjórinn Hjálmar Ólafsson tók upphafsspyrnu leiksins í tilefni dagsins. Dómari leiksins var Magnús Pétursson. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Jón Ingi Ragnarsson skoraði mark Blika eftir flotta stoðsendingu Daða E. Jónssonar. Jón Ingi var svo aftur á ferðinni í fyrsta sigri Breiðabliks á FH í síðari deildarleik liðanna sem fram fór á Hvaleyrarholtsvelli 23. júlí 1964. Leikinn Blikar vinna leikinn 2-3 með tveimur mörkum Jóns Inga Ragnarssonar og einu marki Grétars Kristjánssonar. Þriðji mótsleikur liðanna var einnig árið 1964. Sá leikur var í 2. umf Bikarkeppni KSÍ og fór fram fram á Hvaleyrarholtsvelli í Hafnarfirði. Leiknum lauk með 2-3 sigri Blika. Mörk Blika í þeim leik skoruðu Jón Ingi Ragnarsson, Júlíus Júlíusson og Sigmundur Eiríksson. Nánar um leiki liðanna árið 1964.

Það var mikið skorað í leikjum liðanna fyrstu 2 árin eða 27 mörk í 5 leikjum sem gaf tóninn fyrir framhaldið. Liðin hafa skorað að jafnaði 3+ mörk í yfir helmingi mótsleikjanna liðanna frá upphafi.

Frá 1964 til ársins 2000 höfðu Blikar yfirhöndina á móti FH-ingum. Í 60 mótsleikjum 1964-2000 sigra Blikar í 28 leikjum, jafnteflin eru 12 og FH hefur vinninginn í 20 viðureignum. Nánar um tímabilið 1964-2000.

En frá árinu 2001 til dagsins í dag er sagan alveg með FH því að í 45 mótsleikjum í öllum keppnum 2001 - 2017 eru FH sigrarnir 29, jafnteflin eru 9 og Blika sigrar eru 7.

Hópurinn

Nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Breiðabliks frá því í fyrra. Leikmenn eins og Höskuldur Gunnlaugsson, Krsitinn Jónsson og Martin Lund Pedersen hafa leitað á önnur mið en Blikarnir hafa krækt í hinn öfluga Jonathan Hendirickx sem kemur frá Leixöes SC, Arnór Gauta Ragnarsson frá ÍBV, Guðmund Böðvar Guðjónsson frá ÍA og Oliver Sigurjónsson að láni frá Bodö/Glimt í Noregi.

Leikurinn

Blikum hefur gengið ágætlega að ná sér í stig og stig í Krikanum á undanförnum árum. Í fjögur ár í röð er jafntefli niðurstaðan. Árið 2013 gera liðin 0-0 jafntefli í Kriknaum en svo þrjú 1-1 jafntefli röð árin 2014 til 2016. Í fyrra skilaði heimsóknin í Krikann okkur 3 stigum 0-1 sigri í lokaumferð Pepsi-deildarinnar 2017.

Leikur FH – Breiðabliks verður á Kaplakrikavelli mánudaginn 7. maí kl.19.15.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka