- Myndin er frá leik liðanna í sumar. Oliver Sigurjónsson fagnar fyrra marki Blika í leiknum. Markið var sérlega glæsilegt aukaspyrnumark og jafnframt fyrsta mark Olivers í efstu deild. Aðrir leikmenn sem sjást á mynd f.v.: Davíð Kristján Ólafsson, Kristinn Jónsson, Atli Sigurjónsson og Arnór Sveinn Arnórsson. Mynd: KSÍ
Fjölnir - Breiðablik 2015
01.10.2015Leikur Fjölnis og Breiðabliks á Fjölnisvelli á laugardaginn klukkan 14:00 er 17. opinberi leikur liðanna frá upphafi. Fyrsti keppnisleikur liðann var í Deildarbikarnum árið 2003. Liðin voru svo saman í 1. deildinni árin 2004 og 2005. Fyrsta viðureign liðanna í efstu deild var árið 2008.
Heilt yfir eru liðin búin að keppa 16 sinnum. Breiðablik sigrar 11 leiki og jafnteflin eru 5. Breiðablik hefur skorað 32 mörk gegn 15 mörkum Fjölnismanna.
Viðureignir liðanna í efstu deild eru 7. Árið 2008 vinna Blikar 1-2 í miklum rokleik í Grafarvoginum með hörku marki Árna Kristnis Gunnarssonar en Árni lék með Fjölnismönnum árin 2012-2014. Blikar vinna svo seinni leikinn á Kópavogsvelli 4-1 með mörkum frá Guðmundi Kristjánssyni, Nenad Zivanovic, Prince Rajcomar og eitt markanna var sjálfsmark.
Árið 2009 markalaust jafntefli í heimaleiknum en Blikar vinna seinni leikinn í Gravarvogi 0-2 með mörkum frá Kidda Steindórs og Gumma P.
Fjölnisliðið fellur 2009 en er komið upp aftur árið 2014. Báðir leikirnir í fyrra enduðu með jafnteflum. Heimaleikurinn endaði 2-2 og leikurinn í Grafarvoginum endaði með 1-1. Mörk Blika skoruðu: Árni Vilhjálmsson 2 mörk og Davíð Kristján Ólafssson 1 mark. Mark Davíðs á Kópavogsvelli var sérlega vel gert og fagnið í kjölfarið ekki síður glæsilegt.
Heimaleikurinn í sumar vannst 2-0 með mörkum frá Oliver Sigurjónssyni og fyrirliðanum Arnóri Sveini Aðalsteinssyni. Mark Olivers var glæsilegt, og algjörleg óverjandi, aukaspyrnumark. Markið var jafnframt fyrsta Mark Olivers í efstu deild. Gísli Eyjólfsson kom inn á undir lok leiks í sínum fyrsta efstu deildar leik. Og fyrir leikinn fékk Kristinn Jónsson viðurkenningu fyrir 200 opinbera leiki með Breiðabliki. Gunnleifur Gunnleifsson, þá 39 ára 364 daga gamall, var valinn maður leiksins. Hann skrifaði síðan undir nýjan tveggja ára samning við Breiðablik á fertugsafmælinu daginn eftir.
Nánar um heimaleikinn hér.
Árangur okkar í efstu deild gegn Fjölni er því 4 sigrar og 3 jafntefli í 7 leikjum.
Fjölnismenn eru búnir að gera gott mót. Eru í 5. sæti fyrir lokaumferðina, 3 stigum og 4 mörkum á eftir Val, og eiga því tölfræðileg möguleika á að ná 4. sætinu af Valsmönnum. Til að það gangi eftir þarf Fjölnisliðið að ná stigi af okkur og treysta á að Valur tapi.
Breiðablik er búið að tryggja sér 2. sætið í deildinni. Með sigri nær liðið 46 stigum og bætir stigamet félagsins frá 2010 í efstu deild karla um 2 stig.
Kristófer Sigurgeirsson, aðstoðarþjálfari meistraflokks karla og yfirþjálfari 11 manna bolta hjá knattspyrnudeild Breiðabliks, ætti að þekkja vel til Fjölnisliðsins því hann var aðstoðarþjálfari Ámunda árin 2006-2008, ásamt því að spila með liðinu árið 2006, og svo aðstoðarþjálfari hjá Ágústi 2012-2014.
Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 14:00 á laugardaginn.
Áfram Breiðablik!