BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Fjölnir - Breiðablik í PEPSI sunnudag 23. september kl.14:00 !

20.09.2018

Næsti leikur okkar manna í Pepsi karla er gegn Fjölnis- mönnum á Extra vellinum í Grafarvogi á sunnudaginn 23. september kl.14:00.

Lið Fjölnis er með 19 stig í 11. sæti deildarinnar eftir 20 leiki. Gengi Fjölnis í síðustu fimm leikum er 1 sigur, 2 jafntefli og 2 töp. Fjölnismenn eru i bullandi fallbaráttu en það eru ekki bara úrslit leiksins á Extra vellinum í dag sem geta skipt máli fyrir Fjölnismenn. Úrslit í leik KR og Fylkis skipta gríðarlega miklu en lokaleikur Fjölnismann er við Fylkismenn á Floridana vellinum í Árbæ. Sá leikur gæti orðið hreinn úrslitaleikur um sæti í deildinni. 

Lið Breiðabliks er með 38 stig í 3. sæti deiladrinnar eftir 20 leiki. Gengi Bilka í síðustu fimm leikum er 2 sigrar, 1 jafntefli og 2 töp. Sigri Blikamenn leikinn er 3ja sætið í deildinni tryggt og sigur gæti gæti lyft liðinu í 2. sæti ef ÍBV nær að þjarma að Stjörnumönnum í leiknum í Eyjum í dag.

Leikurinn á Extra vellinum á sunnudaginn er mjög mikilvægur fyrir bæði lið. Fjölnismenn þurfa á stigum að halda til að lyfta sér úr fallsæti. Blikaliðið þarf sigur í dag til að gulltryggja 3. sætið. 

Tölfræði

Leikur Fjölnis og Breiðablisk í Grafarvoginum á mánudagskvöld verður 23. mótsleikur liðanna frá upphafi. Nánar.

Fyrsti mótskeikur liðanna var í Deildarbikarnum árið 2003. Nánar. Árin 2004 og 2005 léku bæði lið í næst efstu. Nánar.

Heilt yfir hafa liðin spilað 22 mótsleiki frá upphafi. Breiðablik leiðir þar með 15 sigurleiki. Jafnteflin eru 5 og Fjölnismenn hafa unnið 2 leiki - fyrra tapið var 0-3 tap í lokaleik Pepsi-deildarinnar á Kópavogsvelli í október 2016 og hitt tapið var í næsta mótsleik sem var í Grafarvoginum í 2. umferð Pepsi-deildarinnar í maí 2017. Nánar 1-0

Efsta deild

Blikar unnu fyrstu efstu-deildar viðureign liðanna árið 2008. Nánar hér.

Sagan fellur með Blikum því í 13 efstu deildar viðureignum liðanna leiða Blikar með 8 sigra gegn 2 sigrum Fjölnismanna.

2008 - Blikar vinna 1-2 í miklum rokleik í Grafarvoginum með hörku sigurmarki frá Blikanum Árna Kristni Gunnarssyni. Árni lék svo með Fjölni árin 2012-2014. Blikar vinna seinni leikinn á Kópavogsvelli 4-1 með mörkum frá Guðmundi Kristjánssyni, Nenad Zivanovic, Prince Rajcomar og sjálfsmarki.

2009 - Jafntefli (0:0) á Kópavogsvelli en Blikar vinna seinni leikinn 0-2 með mörkum frá Kidda Steindórs og Gumma P. 

Fjölnismenn falla haustið 2009 en eru aftur komnir meðal þeirra bestu árið 2014. 

2014 - Jafntefli í báðum leikjum; 2-2 í Kópavoginum og 1-1 í Grafarvoginum. Mörk Blika í þessum viðureignum skoruðu: Árni Vilhjálmsson 2 mörk og Davíð Kristján Ólafssson 1 mark, en mark Davíðs var sérlega glæsilegt og fagnið hans ekki síður.

2015 - Blikar vinna báða leikina 2-0. Fyrri leikurinn var á Kópavogsvelli. Mörk Blika skoruðu Oliver Sigurjónsson og Arnór Sveinn Aðalsteinsson. Gísli Eyjólfsson kom inn á í leikum í sínum fyrsta efstu deildar leik. Gunnleifur Gunnleifsson var valinn maður leiksins. Gunnleifur varð fertugur daginn eftir leikinn og nýtti tækifærið til að skrifa undir nýjan samning við Breiðablik. Nánar um það hér. Síðari leikur liðanna árið 2015 var í síðustu umferð Pepsi-deildarinnar. Leikurinn vannst 0-2 með mörkum frá Jonathan Glenn, markið sem hann skoraði 8. markið hans í 9 leikjum með Blikum, og Andri Rafn Yeoman innsiglaði sigurinn með marki í uppbótartíma. 

2016 - Í júlí vinna Blikar öruggan 3-0 sigur í fyrri leiknum á heimavelli Fjölnismanna í Grafarvoginum. Mörkin skoruðu Andri Rafn Yeoman, Gísli Eyjólfsson og Daniel Bamberg. Gunnleifur varði vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks í stöðunni 0-2. Árni Vilhjálmsson lék sinn fyrsta leik með Blikum, eftir að hann kom á ný til félagsins í félagaskiptaglugganum 15. júlí, og gerði sér lítið fyrir og átti allar 3 stoðsendingar leiksins. Leikurinn var 250. mótsleikur Arnórs Sveins Aðalsteinssonar með Breiðabliki. Síðari leiknum árið 2016, sem var jafnframt lokaleikur tímabilsins, töpuðu Blikar 0-3. 

2017- Í byrjun maí tapa Blikar fyrri viðureign liðanna í 0-1 í leik sem hefði kannski átt að enda með jafntefli. En Blikar vinna svo heimaleikinn í lok júlí 2-1 með 2 mörkum frá Martin Lund Pedersen - fyrrverandi leikmanni Fjölnis.

2018 - Blikar sluppu með skrekkinn þegar þeir unnu Fjölni 2:1 á Kópavogsvelli í sumar. Glæsilegt aukaspyrnumark Olivers Sigurjónssonar skömmu fyrir leikslok tryggði okkur stigin þrjú.

Þjálfarinn

Ágúst Gylfason þjálfari Blika er í sérstakri stöðu gagnvart andstæðingum okkar Fjölni. Ágúst gekk til liðs við Grafarvogsliðið árið 2008, fyrst sem leikmaður og aðstoðarþjálfari og síðan sem aðalþjálfari frá 2013. Hann lék 20 leiki með Fjölnisliðinu og skoraði 1 mark áður en hann lagði skóna á hilluna eftir tímabilið 2009. Ágúst er mikils metinn í Grafarvoginum enda náði hann mjög góðum árangri með þá gulklæddu. En nú er hjartað hans orðið grænt þannig að það er ljóst hvar stuðningur Ágústar liggur í þessum leik.

Sjáumst öll á Extra vellinum í Grafarvogi á sunnudaginn og hvetjum Blikamenn til sigurs.

Leikurinn hefst kl.14:00

Áfram Breiðablik, alltaf, allsstaðar!

Til baka