BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Fylkir - Breiðablik Borgunarbikarinn 2017 32-liða úrslit

16.05.2017

Leikur Breiðabliks og Fylkis í Borgunarbikar karla​ á miðvikudagskvöldið í Árbænum verður 53. viðureign liðanna í opinberri keppni og 6. viðureign liðanna í Bikarkeppni KSÍ - Borgunarbikarinn.

Heilt yfir hafa liðin mæst 52 sinnum í móts leikjum. Síðast mættust liðin í bikarleik árið 2000. Bikarleikir liðanna frá upphafi eru fimm:

1978: Blikar vinna 2:1 á Kópavogsvelli í 16-liða úrslitum. Fyrra markið skoraði Sigurður Grétarsson eftir samvinnu við Hákon Gunnarsson. Og Heiðar Breiðfjörð skoraði sigurmarkið eftir samvinnu við Þór Hreiðarsson.

1979: Blikar vinna 4:0 á Kópavogsvelli í 16-liða úrslitum. Mörkin skorðuð Sigurður Grétarsson (2), Ólafur Björnsson og Sigurður Halldórsson.

1981: Fylkir vinnur 1:0 á Fylkisvelli í 16-liða úrslitum. Nokkrir fastamenn Blika voru meiddir og fór svo að Ómar Egilsson skoraði eina mark leiksins.

1998: Blikar vinna 1:3 á Fylkisvelli í 8-liða úrslitum. Það voru Jón Þórir Jónsson, Atli Kristjánsson og Sævar Pétursson sem skoruðu mörkin.

2000: Fylkir vinnur 0:2 sigur á Kópavogsvelli í 8-liða úrslitum. Kristinn Tómasson og Gylfi Einarsson skoruðu mörk Fylkismanna.

Sem sagt 3 Blikasigrar í 5 Bikarleikjum og 2 töp.

Þrátt fyrir að Fylkismenn spili nú í Inkasso deildinni eru þeir með fínt lið og eru efstir í deildinni. Það má því búast við hörkuleik í Árbænum á morgun.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka