BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Fylkir – Breiðablik í PEPSI miðvikudaginn 19. september kl. 19:15 !

18.09.2018

Blikar skella sér í Árbæinn í PEPSI karla á miðvikudaginn til að spila við sjóðheita Fylkismenn, á nú, flóðlýstum Floridana vellinum. Leikurinn hefst kl.19:15.

Fyrir umferðina eru liðin í 3. og 9. sæti stigatöflunnar eftir 19 leiki. Bæði lið eiga 3 leiki eftir í Pepsi 2018.

Eftir tvo sigurleiki í röð, gegn Suðurnesjaliðunum Gringavík og Keflavík, eru Fylkismenn með 22 stig í 9. sæti og þurfa nauðsynlega að landa fleirri stigum til að tryggja áframhaldandi veru í deildinni.

Breiðabliksliðið, sem er nú í 3. sæti deildarinnar með 35 stig eftir 19 leiki, er staðráðið í að halda áfram að berjast um eitt af efstu sætunum í Pepsi og tryggja sér þátttökurétt í Evrópukeppni 2019. Strákarnir eru sannarlega til alls líklegir ef þeir sýnir sama vilja, kraft og skipulag og þeir gerðu í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á laugardaginn.

Blikar unnu góðan 2:0 sigur á Fylki þegar þeir heimsóttu okkar á Kópavogsvöll um miðjan júní í sumar. Andri Rafn Yeoman og Willum Þór Willumsson skorðu mörkin. Nánar um þann leik Hér.

Tölfræði undanfarinna ára bendir til þess að Blikaliðinu líði mög vel á Árbæjarvelli því Blikar hafa ekki tapað þar leik í efstu deild síðan árið 2009.

Sagan

Leikur okkar manna gegn Fylki á Floridanna vellinum á miðvikudagskvöldið verður 55. mótsleikur liðanna frá upphafi og 30. viðureignliðanna í efstu deild.

Heilt yfir hafa liðin mæst 54 sinnumí opinberri keppni. Blikar hafa sigrað 26 sinnum, Fylkir 15 sinnum og 13 leikir hafa endað með jafntefli.

Efsta deild

Félögin hafa mæst 29 sinnumí efstu deild frá fyrsta leik sem var árið 1996. Blikar hafa unnið 12 leiki, Fylkir 9 leiki og 8 leikir hafa endað með jafntefli. Markaskorun er 79 mörk sem skiptist þannig að Blikar hafa skorað 41 mark gegn 38 mörkum Fylkismanna.

Ótrúlegt hvað heimavöllurinn er að gera lítið fyrir bæði lið. Samkvæmt tölfræðinni eru Blikar líklegri til að ná hagstæðum úrslitum gegn Fylkismönnum á þeirra heimavelli í Árbænum en á eigin heimavelli í Kópavogi - en Blikar hafa ekki tapað í efstu deild í Árbænum síðan 2009. Og svo þetta. Liðin eru einstaklega dugleg að gera 1:1 jafntefli því 7 af 8 innbyrðis jafnteflum liðanna í efstu deild eru 1:1 jafntefli.

Síðustu 5 í Pepsi í Árbænum

2016: 1:2  sigur í leik þar sem Lafði lukka var í liði með okkar mönnum. Nánar

2015: 1:1  La la í Lautinni …. er fyrirsögn umfjöllunar blikar.is. Nánar

2014: 1:1  Ný stúka vígð - fyrsti leikur Gumma Ben með Blika. Nánar

2013: 0:1  3 góð stig í Lautinni í mjög kaflaskiptum leik. Nánar

2012: 1:1  jafntefli í ansi bragðdaufum leik í Árbænum. Nánar

Sjáumst á Floridana vellinum á miðvikudagskvöld og hvetjum okkar menn til sigurs.

Leikurinn hefst kl.19:15!

Áfram Breiðablik, alltaf, allsstaðar!

Til baka