BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Fyrsti sigurinn og fyrsta markið.

16.05.2012

 

Blikar tóku á móti toppliði Vals í Smáranum í gærkvöldi. Það var greinilegt frá byrjun að drengirnir ætluðu að láta stuðningsmenn sína ekki bíða lengur eftir fyrsta markinu, Blikar réðu lögum og logum í þessum leik frá byrjun til enda, og unnu leikinn sannfærandi 1-0.

Tvær breytingar voru á liðunu frá því í leiknum í eyjum í síðustu umferð, Petar Rankovic fór á bekkinn og Árni Vilhjálmsson átti skemmtilega innkomu í sóknina, Árni var duglegur allan leikinn, hann er orðinn það líkamlega sterkur að þegar andstæðingurinn fer í hann þá er nánast í öllum tilvikum staðan sú að hann verður að taka Árna niður, öðruvísi stoppa þeir hann ekki. Þórður Hreiðarsson kom í hægri bakvörðinn , og verður að segjast að hann átti stórleik. Vinstri vængmenn Valsara áttu aldrei séns í Þórð á þessum væng, hann vann alla skallabolta, koma boltanum alltaf frá sér á samherja, og var óaðfinnanlegur í vörninni, og sama má segja um alla varnarlínuna, Troost, Sverrir Ingi, Kiddi Jóns ásamt Þórði áttu allir stórleik, og þeirra vinna skóp fyrsta sigur Blika í Pepsi deildinni þetta árið.

Sigurmark leiksins kom á 59.minútu þegar Þórður kemur á hlaupum upp hægri vænginn, fær sendingu frá Jökli og setur hana fyrir í átt að marki, og boltinn fór inn. Það er spurning hvort Þórður eigi markið, því Elvar Árni fylgdi vel á eftir en erfitt var að sjá hvort hann snerti boltann. Mark er mark.

Allt lið Blika spilaði glimrandi vel í þessum leik, og fyrir utan vörnina og Sigmar í markinu, má ég til með að nefna þá Hauk Baldvinsson og Tómas Óla sem voru hættulrgir og sprengdu upp varnarleik Valsmanna trekk í trekk, það hafði einn orð á því í stúkunni að það væri ómögulegt að sjá hvaða stöðu Tómas væri að spila, því hann var hlaupandi og vinnandi um allann völl.

Það er lítið hægt að segja um leik Valsmanna þar sem þeir voru afar slakir í vörn og sókn

Fyrsti sigurinn kominn og nú er nauðsynlegt fyrir alla Blika að mæta í Kaplakrikann á sunnudaginn og hvetja liðið til frekari dáða!

Maður leiksins : Varnarlínan öll.

Til baka