BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Gísli Eyjólfs lánaður til Víkinga í Ólafsvík.

15.05.2016

Gísli Eyjólfsson, sem er samningsbundinn Breðabliki til ársins 2018,  hefur verið lánaður til Víkinga í Ólafsvík.

Gísli sem er fæddur árið 1994 spilaði sem lánsmaður hjá Haukum 2014 stóð sig vel. Hann átti við meiðsli að stríða framan af móti í fyrra en kom sterkur inn í hópinn seinni part sumar. Hann var til dæmis í byrjunarliði í síðasta leiknum gegn Fjölni og átti þar prýðisgóðan leik á miðjunni. Gísli spilaði fimm leiki fyrir Blikaliðið 2015 og hefur komið við sögu í 9 leikjum á þessu ári.

Gísli er mjög duglegur og ósérhlífinn miðjumaður sem gefur ekkert eftir í vörn og sókn. Hann hefur komið með öðruvísi vídd inn í miðjuspil Blika. Þess má geta að Gísli hóf meistaraflokksferil sinn sem lánsmaður hjá Augnablik.

Til baka