Guðmundur Atli sá um Selfoss
24.03.2016
Blikar unnu Selfoss 0:1 í síðasta leik liðsins í riðlinum í Lengjubikarnum.
Guðmundur Atli skoraði fyrir okkur skömmu fyrir leikhlé og þrátt fyrir töluverða yfirburði okkar drengja tókst okkur ekki að bæta við mörkum.
Með þessum sigri höldum við í vonina að komast í 8-liða úrslit keppninnar en það skýrist ekki fyrr en Fylkir og KA mætast í síðasta leik riðilsins 4. apríl.
Sterkur vindur setti svip á leikinn og áttu leikmenn oft í mestu vandræðum að hemja knöttinn. Blikar stjórnuðu leiknum á löngum köflum en náðu ekki að nýta nokkur færi sem þeir fengu. Við klúðrum meðal annars einni vítaspyrnu.
Liðið verður ekki alveg dæmt frá þessum eina leik því Kári var aðalhlutverki á Selfossi að þessu sinni.
Að vísu verður að hrósa Guðmundi Atla og Sergio fyrir mikla og góða vinnslu í leiknum. Gísli var einnig mjög öflugur á miðjunni og vinnslan í Andra Rafni er ótrúleg. Alfons kemur skemmtilega út í vinstri bakverðinum og reyndar vörnin í heild.
Hlynur stóð vel fyrir sínu í markinu og kom í veg fyrir að heimamenn næðu að jafna.
Bjartur Þór Helgason úr 2. flokki spilaði sinn fyrsta deildaleik fyrir Blika og stóð vel fyrir sínu.
Nú fer liðið út í æfingaferð og kemur sólbrennt og sætt til baka.
Þá verður stutt í mót og menn geta farið að strauja græna gallann.
Myndir: Raggi Óla
-AP