Gunnlaugur Hlynur í Víking Ó.
03.02.2017Knattspyrnudeildir Breiðabliks og Víkings Ó hafa náð samkomulagi um félagaskipti Gunnlaugs Hlyns Birgissonar til Víkinga. Gunnlaugur gerir 2 ára samning við Ólafsvíkurliðið. Hann er 21 árs miðjumaður þekkir vel til Ólafsvíkurliðsins enda lék hann þar sem lánsmaður við góðan orðstýr sumarið 2015. Gunnlaugur er uppalinn Bliki og á að baki 23 leiki með meistaraflokki Breiðabliks. Þar að auki hefur hann spilað 21 landsleik fyrir yngri landslið Íslands.
Blikar.is óska Gunnlaugi Hlyn velfarnaðar á nýjum slóðum. Við hlökkum til að mæta honum í Pepsí-deildinni í sumar! Þess má geta að töluverður samgangur hefur verið á milli þessara liða og margir leikmenn sem hafa spilað með báðum þessum liðum. Damir Muminovic lék til dæmis með Víkingum í Pepsí-deildinni sumarið 2013 og var af mörgum talinn besti leikmaður liðsins það sumar. Ellert Hreinsson lék í eitt tímabil með Víkingum enda ættaður af Nesinu. Svo hafa bæði Gísli Eyjólfsson og Alexander Helgason verið lánaðar í stuttan tíma til Ólafsvíkur.
-AP