BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

HK – Breiðablik spila um sæti í Fótbolta.net mótinu

01.02.2018

Blikar mæta HK í leik um 3. sætið í Fótbolta.net mótinu 2018 í Kórnum á laugardaginn kl. 11:00.

Breiðablik og HK hafa leikið 22. leiki í opinberri keppni. Þar til viðbótar hafa liðin leikið nokkra vináttu-og styrktarleiki. Nánar hér og hér

Leikur Breiðabliks og HK á laugardaginn verður því 23. opinberi leikur liðanna frá upphafi og 2. leikur liðanna í Fótbolta.net mótinu. HK sigraði hinn leikinn sem fram fór í Kórnum í janúar 2011.

Þetta er ,,derby“ slagur þrátt fyrir að liðin séu í sitt hvorri deildinni þá má búast við hörkuleik á morgun. HK tapaði 1-2 fyrir Grindavík um síðustu helgi en Blikar unnu sterkan 0-4 sigur á Skagamönnum í Akraneshöllinni á laugardaginn (nánar um leikinn).

Nokkir núverandi leikmenn Blika hafa leikið með báðum liðum. Fyrrum HK-ingarnar Gunnleifur Gunnleifsson og Damir Muminovic. Einnig Viktor Örn Margeirsson og Sveinn Aron Guðjohensen.

Að undanförnu og hafa nokkrir ungir og efnilegir leikmenn úr 2. og 3. flokki fengið að æfa og spila með liðinu og staðið sig mjög vel. Ekki er vitað hvort einhver þessara stráka fái aftur tækifæri á laugardaginn en óneitanlega væri gaman að sjá einhvern þeirra aftur inn á vellinum.

Sigurvegarar Fotbolta.net mótsins frá upphafi: 2011 Keflavík; 2012 Breiðablik; 2013 Breiðablik; 2014 Stjarnan; 2015 Breiðablik; 2016 ÍBV; 2017 FH.

Leikur HK og Breiðabliks verður í Kórnum á laugardaginn klukkan 11:00.

Veðurspáin í Kórnum er góð.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka