BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

ÍBV – Breiðablik í PEPSI laugardaginn 7. júlí kl.16:00

04.07.2018

Annan leikinn í röð ferðast Blikaliðið á mjög erfiðan útivöll þegar við mætum bikarmeisturum ÍBV í Pepsi-deildinni á Hásteinsvelli í Eyjum á laugardaginn kl. 16:00.

Leikurinn í Eyjum er í 12. umferð, og því fyrsti leikur liðanna í seinni umferð deildarinnar. Blikar eiga eftir leik í 10. umf við Fjölnismenn. Sá leikur verður á Kópavogsvelli mánudaginn16. júlí.

Eftir jafnteflisleik við KA fyrir fyrir norðan um síðustu helgi eru Blikar nú í þriðja sæti með 18 stig eftir 10 leiki – einum leik minna en Valur og Stjarnan sem eru í 1. og 2. sæti.

ÍBV er nú með 11 stig í níunda sæti eftir 11 leiki eftir sannfærandi 3-0 sigur á Grindvíkingum í síðasta leik. Eyjamenn ætla sér að fylgja eftir þessum góða sigri á laudardaginn enda stendur nú yfir Goslokahátíð (45 ár frá goslokum 1973) í Vestmanneyjum og leikurinn á Hásteinvelli hluti af þeirri dagskrá.

Tölfræði

Í 10 efstu deildar viðureignum ÍBV og Breiðabliks í Eyjum frá árinu 2006, eftir að Blikar koma aftur upp í efstu deild eftir 4 ár í næst efstu deild, hafa Blikar unnið 3 leiki, ÍBV 2 leiki og í 5 leikjum er jaffntefli niðurstaðan. Nánar!

Lðin eiga að baki 57 leiki innbyrgðis í efstu deild. Tölfræðin úr þeim leikjum er nánast jöfn. Blikar hafa sigrað 23 leiki, ÍBV 21 leik, jafnteflin eru 13. Nánar!

Sagan

Breiðablik og ÍBV eiga að baki 92 mótsleik. Nánar! Þar til viðbótar eru margir óskráðir leikir í svonefndri Bæjarkeppni liðanna sem var leikin heima og heiman á vorin og haustin. Sú hefð hófst í kjölfar eldgossins í Eyjum, enda góður vinskapur á milli Kópavogs og Vestmannaeyja, og stóð í nokkuð mörg ár.

Fyrsti innbyrgðis leikur liðanna var æfingaleikur við ÍBV í Vestmannaeyjum sumarið 1958 þegar Breiðabliksliðið var að stíga sín fyrstu skerf á vellinum en knattspyrnudeild Breiðabliks var stofnuð árið 1957.

ÍBV liðið fellur um deild haustið 2006. Það sama ár koma Blikar aftur upp í efstu deild eftir nokkur ár í næst efstu deild. En árið 2009 er ÍBV aftur komið meðal þeirra bestu. Úrslit í viðureignum liðanna í Eyjum frá 2009 - 2017: 2017 1:1  2016 0:2   2015 2:0   2014 1:1  2013 4:1  2012 0:0  2011 1:1  2010 1:1  2009 0:1 . Tveir sigrar, fimm jafntefli og tvö töp.

Blikar unnu sannfærandi 4:1 sigur á ÍBV á Kópavogsvelli 1. Umferðinni í sumar með mörkum frá Sveini Aroni Guðjohnsen (2), Gísla Eyjólfssyni og Willum Þór Willumssyni. Nánar um þann leik.

Leikurinn

Eyjamenn eru erfiðir á heimavelli enda Hásteinsvöllur annar erfiðasti útivöllur fyrir Blika að heimsækja - aðeins Akranesvöllur hefur reynst okkur erfiðari í gegnum tíðina.

Leikur ÍBV og Breiðabliks verður á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum á laugardaginn 7. júlí kl. 16:00.

Veðurspá fyrir laugardaginn breytist daglega - jafnvel oft á dag.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka