BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Kæruleysisjafntefli í Kórnum

18.01.2019

Blikar og HK gerðu 1:1 jafntefli i fótbolti.net mótinu í Kórnum í kvöld. Jonathan Hendrickx kom okkur yfir með glæsilegu skoti í fyrri hálfleik. Heimapiltar náðu að jafna með eina færinu sínu í leiknum í síðari hálfleik en það dugði þeim til að ná í stig í leiknum.

Yfirburðir okkar í hálfleiknum voru algjörir. Kolbeinn átti meðal annars tvö skot í slánna í fyrri hálfleik .Og Aron Bjarna stangaði boltann í stöngina. En inn vildi boltinn ekki og staðan 0:1 þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Eitthvað slen var yfir okkar mönnum í seinni hálfleik líkt og þeir teldu leikinn þegar unninn. Boltinn gekk of hægt manna milli og því náðum við ekki að ógna nægjanlega vel í hálfleiknum. Þrátt fyrir skot Alexanders Helga í stöng og nokkur hálf-færi þá var þetta ekki alveg nógu gott hjá okkur í hálfleiknum. Afleiðingin var að HK náði að jafna og ná í stig í leiknum.

Kwame Quee spilaði sinn fyrsta leik fyrir Blikaliðið og sýndi lipra takta. Átti reyndar til að klappa boltanum of mikið og því kom ekki nógu mikið út úr kappanum. En um leið og hann er farinn að læra inn á samherja sína og átta sig á hraðanum í efstu deild getur hann nýst okkur vel. 

Landsliðsmennirnir okkar Willum Þór og Davíð Kristján voru hvíldir og munar um minna. En þessi leikur sýnir okkur að ekki má vanmeta einn einasta andstæðing. Þá er okkur refsað. En við vinnum þá auðvitað í þeim leikjum sem skipta máli á þessu ári.

Fyrri hálfleikur

Seinni hálfleikur.

Klippur

Næsti leikur okkar í fótbolti.net mótinu er gegn Grindavík í Fífunni laugardaginn 26. janúar kl.12.00.

-AP
 

Til baka