BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Leiknir R – Breiðablik í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins

30.04.2018

Næsti leikur Blika er í Mjólkurbikarnum á frídegi verkalýðsins, 1. maí. Andstæðingar okkar eru Leiknismenn og fer leikurinn fram á Leiknisvellinum og hefst kl. 16:00.

Við hvetjum alla stuðningsmenn til að mæta og styðja sína menn til sigurs. Þeir sem ekki komast geta hins vegar fylgst með leiknum á YouTube rás BlikarTV. Nánar!

Tölfræði

Þeir eru ekki margir innbyrgðis mótsleikirnir hjá liðunum. Sex leikir í það heila frá 1979 til 2015. Nánar!

Allra fyrsti mótsleikur liðanna var í 32-liða úrslitum Bikarkeppni KSÍ 20. júní 1979. Leikið var á Kópavogsvelli og lauk lauk leiknum með öruggum 8-0 sigri heimamanna. Nánar!

Næsti mótsleikur var svo ekki fyrr en 17 árum síðar eða árið 1996 þegar liðin mættust í Deildarbikar KSÍ. Leikurinn fór fram á Smárahvammsveli. Blikar unnu leikinn 5-1. Nánar!

Liðin mæstast svo aftur í Deildarbikar KSÍ árið 1999. Leikurinn fór fram á Leiknisvelli. Blikar unnu leikinn 3-0. Nánar!

Síðasti leikur liðanna í 32-liða úrslitum Bikarkeppni KSÍ fór fram á Leiknisvelli 15. júní árið 2000. Blikar unnu leikinn 0-4. Nánar!

Árið 2015 leika svo 2 leiki í PEPSI deildinni. Fyrri leikurinn var var á Leiknisvelli í júní og lauk með 0-2 sigri okkar mana. Nánar!

Leiknum í síðari umferðinni á Kópavogsvelli lyktaði með 0-0 jafntefli. Nánar!

Reyndar eiga liðin einn leik til viðbótar að baki í innanhússmóti 1. deildar karla í nóvember árið 2006, leik sem Breiðablik vann 4-0.

Sagan

Ekki er hægt að fjalla hér um Leiknisliðið án þesss að benda á að margir í leikmannahópi Leiknis koma frá Breiðabliki.

Fyrstan skal nefna Kristófer Sigurgeirsson þjálfara Leiknismanna. Kristófer lék á 10 árum 149 leiki í deild & bikar með Breiðabliki og skoraði í þeim 24 mörk.

Elvar Páll Sigurgeursson lék 21 leiki í deild & bikar á 5 árum með Breiðabliksliðinu áður en hann fór til Leiknismanna árið 2015.

Tómas Óli Garðarsson leikur nú með Breiðholtsliðinu. Tómas Óli spilaði 71 leik í deild & bikar í Kópavoginum á 2009 – 2014

Sólon Breki Leifsson gerði samning við Leiknismenn fyrir þetta tímabil. Sólon á að baki 20 leiki í deild & bikar með Blikum.

Bakvörðurinn knái Ósvald Jarl Traustason var fyrst hjá Leikninsmönnum 2013 á láni en gerð svo samning við Leiknisliðið árið 2017.

Bjarki var á Bjarki Aðalsteinsson leikur nú með Leiknisliðinu en hann var hjá Blikum 2010-2012.

Ernir Bjarnason gerði samnig við Leiknismenn fyrir þetta keppnistímabil. Ernir lék 10 deildarleiki með Kópavogsliðinu á árunum 2014-2017.

Og Skúli E. Kristjánsson Sigurz er samningsbundinn Blikum en nú aftur á láni hjá Leiknismönnum.

Leikur Leiknis og Breiðabliks verður á Leiknisvelli á morgun, þriðjudaginn 1. maí, kl. 16:00.

Við hvetjum alla stuðningsmenn til að mæta og styðja sína menn til sigurs. Þeir sem ekki komast geta hins vegar fylgst með leiknum á YouTube rás BlikarTV. Nánar!

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka