BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Lengjubikarinn: 1-0 sigur á Selfossi

14.03.2012

Þolinmæði er dyggð. Það sannaðist í gærkvöld þegar Blikar sigruðu Selfyssinga 1-0 í 1. riðli Lengjubikarsins 2012. Heilt yfir voru Blikar sterkari í annars frekar bragðdaufum leik.

En það var margt sem gladdi fyrir utan sigurinn og 3 stigin. Kristinn Jónsson er loksins kominn á skrið og skilaði ágætum 45 mínútum. Ingvar Þór Kale spilaði sinn fyrsta leik í Lengjubikarnum 2012. Haukur Baldvinsson þurfti að fara útaf og í sjúkrabíl niður á slysavarðstofu. Hann er bara brattur eins og lesa má HÉR Og það var varamaðurinn Viggó Kristjánsson sem kom, sá og sigraði leikinn með marki á 88 mín. Sjá markið HÉR Sjá umfjöllun um leikinn á Fótbolti.net HÉR

Breiðbliksliðið er í öðru sæti riðilsins með 9 stig eftir 4 leiki. Næsti leikur í Lengjubikarnum er við KR-inga í Egilshöll á laugardaginn kl. 14:00.

Áfram Breiðablik!

Til baka