BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Meistaraflokkur karla leikmannakynning 2020: Gunnleifur Gunnleifsson

21.05.2020 image

“Hver er maðurinn?” Kynning á leikmönnum meistarflokks karla keppnistímabilið 2020. Kynnum til leiks leikjahæsta knattspyrnumann í deildakeppni á Íslandi, snillinginn Gunnleif Gunnleifsson markvörð með meiru.

image

Fullt nafn: Gunnleifur Vignir Gunnleifsson

Fæðingardagur og ár: 14.07.1975

Staður: Akranes

Staða á velli: Markvörður

Treyjunúmer: 1

Gælunafn: Gulli

Hjúskaparstaða: Giftur Hildi Einarsdóttur

Börn: 4 börn

Bíll: Kia Sorrento

Uppáhalds….

…Lið í enska: Englandsmeistarar Man City

…Fótboltamaður: Gigi Buffon

…Tónlist: Rokk og ról

…Matur: Flest allt kjöt

…Leikmaður í mfl.kvk: Sonný mín og Munda mín

…Frægasti vinur þinn: Mágur minn

…Staður í Kópavogi: Heimilið mitt

Hver í mfl er.…

…Fyndnastur: S(p)ænski

…Æstastur: GPL

…Rólegastur: Benó minn

…Mesta kvennagullið: Hlýtur að vera sá Serbenski

…Líklegur í að vinna gettu betur: Andri minn Yeoman

…Lengst í pottinum: Goggi húsvörður var víst í pottinum frá 9 þar til við mættum á æfingu. Annars Dolli minn

…Gengur verst um klefann: Svo sannarlega GPL. Básnum hans reglulega lokað af heilbrigðiseftirlitinu

…Með verstu klippinguna: Allir þeir sem eru með “fresh cut” á viku fresti

…Bestur á æfingu: Yeoman og Robbi

Að lokum, hvað er Breiðablik: Félagið mitt og fjölskyldunar

Ekki bara markvörður

Fylgist með Gulla Gulla ruglast í serbnesku tímatali, taka menn tali í höfuðstöðvum Breiðabliks í Smáranum, taka smá æfingu í Fífunni og "ferðast" með nesti og nýja sók alla leið lengst vestur í bæ, og ýmislegt fleirra.

Evrópuúrval Gunnleifs

Við fengum Gunnleif til að fara í smá leik með okkur þar sem hann velur sitt úrvalslið úr þeim fjölda Blika sem hafa farið til erlendra liða á þeim 40 árum sem liðin eru frá því að Sigurður Grétarsson fór fyrstur Blika í atvinnumensku árið 1980. 

image

Evrópublikar Breiðabliks 1980 - 2020

Um 50 leikmenn meistaraflokks karla hjá Breiðablik hafa farið, verið seldir eða lánaðir til liða erlendis síðustu 40 ár.

image

/POA

Til baka