BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Mjólkurbikarinn 8-liða úrslit 2019: Breiðablik - Fylkir á Kópavogsvelli á fimmtudag kl.19:15

26.06.2019

Breiðabliksliðið mætir liði Fylkismanna í annað sinn á tveimur vikum. Blikum er í fersku minni 4:3 tapleikurinn gegn þeim í 8.umferð Pepsi MAX í Árbænum föstudagskvöldið 14. júní. Blikar þurfa að kvitta fyrir það með sigri á fimmtudaginn og tryggja þannig að Breiðablik verði í pottinum þegar dregið verður í undanúrslit Mjólkurbikarsins 2019.

Blikar hafa leikið tvo deildarleiki frá leiknum við þá appelsínugulu og unnið báða leikina – á laugardaginn unnu Blikar Eyjamenn 3:1 í kaflaskiptum leik á Kópavogsvelli, og á þriðjudaginn fyrir viku unnu Blikar sannfærnadi 1:3 sigur á Stjörnumönnum í Garðabæ. Fylkisliðið hefur leikið einn leik síðan þeir skelltu okkur 4:3 í Árbænum. Á sunnudagskvöldið var léku Fylkismenn við Stjörnuna á í Gærðabæ og steinlágu 5:1. Það er nokkuð ljóst að það stefnir í hörku leik á Kópavogsvelli á fimmtudaginn.

Breiðablik fór alla leið í úrslitaleikinn fyrra. Fylkismenn hafa hinsvegar vinninginn í bikarnum í síðustu viðureignum.

Upphitun fyrir leikinn fá BlikarTV

Bikarsaga

Leikur Breiðabliks og Fylkis í Mjólkurbikarnum 2019 á fimmtudagskvöld verður sjöundi innbyrðis bikarleikur liðanna frá upphafi. Síðast mættust liðin í bikarleik árið 2017.

Tölfræðin er jöfn – 3 sigrar á hvort lið í sex bikarleikjum frá 1978. Síðasti sigurleikur okkar manna á Fylki í bikarleik var í Árbænum árið 1998. Síðasti sigurleikur á Kóapvogsvelli í bikar var 4. júlí 1979 - fyrir 40 árum! Þá vinnur Breiðablik sannfærandi 4:0 sigur með mörkum frá Ólafi Björnssyni, Sigurði Grétarssyni (2 mörk) og Sigurður Halldórsson skorðai eitt mark.

Bikarleikir liðanna frá upphafi eru:

2017:  Blikar tapa 1:0 í Árbænum í 32-liða úrslitum. Frekar andlausir Blikar áttu ekki góðan dag í Árbænum. Fylkismenn skorðuðu markið úr vítaspyrnu.

2000:  Fylkir vinnur 0:2 sigur á Kópavogsvelli í 8-liða úrslitum. Kristinn Tómasson og Gylfi Einarsson skoruðu mörk Fylkismanna.

1998:  Blikar vinna 1:3 á Fylkisvelli í 8-liða úrslitum. Það voru Jón Þórir Jónsson, Atli Kristjánsson og Sævar Pétursson sem skoruðu mörk Blika.

1981:  Fylkir vinnur 1:0 á Fylkisvelli í 16-liða úrslitum. Nokkrir fastamenn Blika voru meiddir og fór svo að Ómar Egilsson skoraði eina mark leiksins fyrir Fylkismenn.

1979:  Blikar vinna 4:0 á Kópavogsvelli í 16-liða úrslitum. Mörkin skorðuð Sigurður Grétarsson (2), Ólafur Björnsson og Sigurður Halldórsson.

1978Blikar vinna 2:1 á Kópavogsvelli í 16-liða úrslitum. Fyrra markið skoraði Sigurður Grétarsson eftir samvinnu við Hákon Gunnarsson. Heiðar Breiðfjörð skoraði sigurmarkið eftir samvinnu við Þór Hreiðarsson.

Leikmenn

Tveir leikmenn Fylkis hafa spilað í grænu treyjunni. Arnór Gauti Ragnarsson á 36 mótsleiki og 9 mörk með Breiðabliki en hann skrifaði undir samning við Fylkismenn í febrúar á þessu ári. Meira>Markvörður Fylkismanna, Aron Snær Friðriksson, var hjá okkur Blikum árin 2015 og 2016 áður en hann gerði samning við Fylki árið 2017. Meira>

Leikmannahópur Breiðabliks 2019

Dagskrá

Þar sem þetta er bikarleikur þá gilda Blikaklúbbskortin ekki sem aðgangskort á leikinn sjálfan. En það er nauðsynlegt að vera með þau til að komast í Blikaklúbbskaffi í leikhléi.

Ungir áhorfendur geta dottið í lukkupottinn og unnið Mjólkurbikarsbolta með því að grípa bolta sem verður skotið upp í stúku!

Það verður boðið upp á ískalda mjólk og köku.

Kaldur í nýju tjaldi, börger á grilli og rjúkandi kjötsúpa.

Sparkvellir verða á sínum stað fyrir krakkana.

Mætum og styðjum okkar lið!

Flautað verður til leiks kl.19:15!

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka