BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Norrköping og Breiðablik í beinni útsendingu á morgun föstudag kl.13.00!

13.02.2020

Strákarnir okkar eru farnir í æfingaferð til Svíþjóðar og mæta sænska úrvalsdeildarliðinu Norrköping á Östgötaporten vellinum á morgun föstudag.

Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu í Smáranum á morgun föstudag kl.13.00 að íslenskum tíma (kl.14.00 að sænskum tíma).

Þeir sem ekki eiga heimangengt á morgun vegna veðurs eða annarra aðstæðna geta keypt sér streymi af Svíunum. Það kostar 129 sænskar krónur eða um 1.700 krónur íslenskar krónur að horfa á leikinn. Hér er slóðin.

Svíarnir fjalla aðeins um leikinn á heimasíðu sinni. Þess má geta að Blikinn Alfons Sampsted er í leikmannahópi Norrköping á morgun. Það verður spennandi að sjá hvort hann fái að spreyta sig á móti sínu gamla liði. Sjá hér. 

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka