Blikahornið: Óli Pé leysir frá skjóðunni
26.03.2020Það eru ekki margir sem gera sér grein fyrir því að Ólafur Pétursson er einn sigursælasti þjálfari landsins. Hann hefur unnið til hvorki fleiri né átta Íslandsmeistaratitla og átta Bikarmeistaratitla með þeim liðum sem hann hefur þjálfað.
Viðmælandi Blikahornsins er að þessu sinni þjálfarinn geðþekki Ólafur Pétursson.
Hann er núverandi markvarðaþjálfari meistaraflokks karla og kvenna hjá Blikum, aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna, markvarðaþjálfari 2. flokks karla og kvenna og 3. flokks kvenna. Þar að auki er hann markvarðaþjálfari íslenska kvennalandsliðsins.
Ólafur er markvarðaþjálfari íslenska kvennalandsliðsins.
Ólafur sem er 48 ára gamall á yfir 150 leiki með meistaraflokkum Keflavíkur, Þórs, Víkings, Fram og Breiðablik. Þar að auki lék hann 25 landsleiki með yngri landsliðum Íslands. Hann fer yfir víðan völl í þessu viðtali , ástæðuna fyrir því að Keflavík ungaði út toppmarkvörðum ár eftir ár, hvernig það var að vinna fyrsta titil í meistaraflokki karla hjá Blikum.
Ólafur segir frá starfinu með íslenska kvennalandsliðinu og segir sína skoðun á þvi hvernig Ísland getur haldið í stöðu sína sem eitt af betri kvennalandsliðum í Evrópu.
Hann fjallar um sterka stöðu Breiðabliks á Íslandi og hvers vegna félagið er í þeirri stöðu sem það er í.
Ólafur segir einnig frá starfi sínu sem markvarðaþjálfari yngri flokka og hve ánægjulegt það er að sjá lærissveina sína Patrik Gunnarsson og Elías Rafn Ólafsson vera komna í atvinnumennsku.
Það er alveg þess virði að eyða 30 mínutum í að hlusta á Ólaf Pétursson þjálfara í Blikahorninu
Ólafur Pétursson þjálfari og Andrés Pétursson, tíðindamaður Blikahornsins, í lok viðtalsins í dag.