Ósvald Jarl lánaður í Gróttu
15.05.2015
Bakvörðurinn ungi og efnilegi Ósvald Jarl Traustason hefur verið lánaður í Gróttu. Ósvald er 20 ára uppalinn Bliki en spilaði á síðasta ári með Fram. Hann gekk aftur til liðs við Blikaliðið í haust. Hann meiddist í leik í vetur og hefur smám saman verið að jafna sig. Ósvald er framtíðarleikmaður með Blikaliðinu og fær sjálfsagt góða leikreynslu í 1. deildinni í sumar. Einnig er alltaf möguleiki að hann verði kallaður aftur úr láni ef þannig aðstæður skapast.
Ósvald Jarl hefur spilað 15 leiki með meistaraflokki Breiðabliks og skorað í þeim 1 mark. Hann á einnig að baki 24 landsleiki með yngri landsliðum Íslands. Blikar.is óska Ósvaldi alls hins besta í Gróttubúningnum og við hlökkum til að sjá hann aftur í græna búningnum.