Pepsi MAX karla 2019: KR - Breiðablik mánudag 1. júlí kl. 19:15!
30.06.2019Ellefta og síðasta umferð í fyrri hulta Pepsi MAX-deildar karla 2019 verður leikin verður leikin um helgina. Á sunnudag mætast ÍBV - Stjarnan, Fylkir - KA og HK - Valur. Á mánudagskvöld mætast Grindavík - FH, Víkingur R. - ÍA og KR - Breiðablik í sannkölluðum stórleik um toppsæti Pepsi MAX deildar karla.
Bæði lið hafa byrjað mótið mjög vel. KR liðið hefur unnið sjö leiki af tíu mögulegum, tapað einum leik og gert tvö jafntefli. Blikaliðið hefur líka unnið sjö leiki af tíu mögulegum en tapað tveim leikjum og gert eitt jafntefli. Stigamnurinn á liðunum er því aðeins eitt stig og ljóst að okkar menn munu gera allt sem þarf til koma í veg fyri að KRingar ná 4ja stiga forskoti.
Staða KR og Breiðabliks eftir 10 umferðir.
Þetta verður hörkuleikur tveggja vel mannaðra og jafnra liða. Allir 6 deildarleikir liðanna í Frostaskjólinu frá 2012 hafa endað með 1:1 jafntefli nema árið 2015 þegar liðin gerðu 0:0 jafntefli.
Blikar hafa ekki tapað deildarleik í Frostaskjólinu síðan 2011 - í 8 ár. Síðasti taplekur okkar manna þar í deildarleik var í júlí 2011. Þá rúlla KR-ingar yfir okkar menn 4:0. Nánar um leikinn 2011>
Í september 2012 bættu Blikar fyrir útreiðina í Skjólinu 2011 og unnu 0:4 stórsigur á KR liðinu í sögulegum leik. Nánar um leikinn 2012>
Sagan
Breiðablik og KR hafa mæst 89 sinnum í opinberum leikjum frá upphafi. KR hefur vinninginn með 41 sigur gegn 19 sigrum Blika. Jafnteflin eru 24.
Efsta deild
Innbyrðis leikir liðanna í efstu deild frá upphafi eru 64 KR-ingar hafa vinninginn með 28 sigra gegn 15 sigrum Blika. Jafnteflin eru 21.
Fyrsti mótsleikur Blika og KR í efstu deild var á Melavellinum árið 1971. Blikar unnu leikinn 1-0 með marki frá Haraldi Erlendssyni. Leikið var á gamla Melavellinum sem var heimavöllur Breiðabliks í efstu deild frá 1971 þar til að Kópavogsvöllur var vígður 7. júní 1975
Í 26 efstu deildar leikjum liðanna frá endurkomu Blika upp í efstu deild er tölfræðin jöfn. Bæði lið með 8 sigra. Jafnteflin eru 10. Meira>
Frá 2006 hafa Blikar sótt 3 sigra og gert 7 jafntefli gegn KR á þeirra heimavelli. Meira>
8 ár eru liðin síðan Blikar töpuðu síðast deildarleik gegn KR í Frostaskjólinu. Árið 2011 vinnur KR öruggan 4:0 sigur á Blikum í 12. umf., en ári síðar kvitta Blikar fyrir það tap sögufrægum 0:4 sigri í september.
Síðustu 5 á KR vellinum
Síðustu leikir liðanna í Vesturbænum hafa allir endað með 1-1 nema leikurinn árið 2015 sem endaði með 0-0 jafnteli:
2018: 1:1 blikar.is: Hvorugt liðið vildi tapa -gaur í röngum vesturbæ fór á völlinn
2017: 1:1 blikar.is: Rán í vesturbænum
2016: 1:1 blikar.is: Súrt eftirbragð í Frostaskjólinu
2015: 0:0 blikar.is: Skiptur hlutur í Vesturbænum
2014: 1:1 blikar.is: Stórmeistarajafntefli í Vesturbænum
Leikmannahópur Blika
Leikmannahópur Blika er ekki mikið breyttur frá síðasta tímabili. Viktor Karl Einarsson kemur frá Varnamo í Svíðþjóð þar sem hann var á láni frá AZ Alkmaar. Þórir Guðjónsson kemur til okkar frá Fjölni. Kwame Queekemur frá Víkingum í Ólafsvík. Guðjón Pétur Lýðssonkemur frá KA. GPL10 lék í fyrra með Íslandsmeisturum Vals. Einnig er Thomas Mikkelsen með Blikum frá fyrsta mótsleik í ár. Thomas kom til okkar í júlí-glugganum í fyrra. Rétt fyrir mót ganga Höskuldur Gunnlaugssonog Arnar Sveinn Geirsson til liðs við Breiðablik. Höskuldur kemur á láni til okkar út keppnistímabilið frá Halmstads BK. Arnar Sveinn Geirsson kemur til okkar frá Íslandsmeisturum Vals og gerir tveggja ára samning við Breiðablik. Að lokum er svo Gísli Eyjólfsson kominn til baka eftir rúmlega hálfs árs dvöl á láni hjá sænska 1.deildarliðinu Mjallby.
Blikar hjá KR
Nokkrir uppaldir Blikar leika núna með Vesturbæjarliðinu. Kristinn Jónsson gekk til liðs við KR eftir keppnistímabilið 2017. Arnór Sveinn Aðalsteinsson söðlaði um árið 2016. Finnur Orri Margeirssongekk til liðs við KR eftir að hafa spilað í Noregi árið 2015. Og fyrrverandi leikmaður Blika, Akureyringurinn Atli Sigurjónsson, leikur nú aftur með KR en hann lék 49 mótsleiki með Breiðabliki á árunum 2015 til 2017.
Leikmananhópur Breiðabliks 2019
Dagskrá
Sjáumst á Alvogenvellinum á mánudagskvöld kl. 19:15 og hvetjum Blikaliðið til sigurs í toppbaráttunni.
Búast má við fjölmenni á völlinn kvöld þannig að við hvetjum fólk til að mæta tímanlega eða sleppa röðinni og sækja Stubb! Stubbur auðveldar stuðningsmönnum að kaupa miða á leiki í Pepsi MAX og Inkasso deildunum, ásamt því að fylgja sínu liði. Smelltu hér til að ná í appið í dag.
Flautað verður til leiks kl.19:15!
Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!