Pepsi MAX 2020: Breiðablik – Grótta
14.06.2020Pepsi MAX deild karla 2020. Breiðablik – Grótta á Kópavogsvelli sunnudagskvöld kl. 20:15.
Loksins hefja Blikar keppni í Pepsi MAX deild karla 2020 þegar við fáum nýliða Gróttu í heimsókn á Kópavogsvöll í kvöld, sunnudagskvöld 14. júní kl.20.15!
Stigatafla Pepsi MAX 2020 í uppafi móts.
Leikurinn í kvöld er fyrsti leikur Gróttumanna i efstu deild en 647. efstu deildar leikur Blikamanna frá upphafi.
Innbyrðis mótsleikir Breðabliks og Gróttu eru alls 6 frá fyrsta mótsleik liðanna árið 1990.
Sem sagt Blikasigur í öllum leikjunum sem eru: 2 í Bikarkeppni KSÍ, 3 í Deildarbikarnum (Lengjubikarnum) og 1 sigur í Litla Bikarnum.
Mjög mikið hefur verið rætt og ritað um þá tilviljun að Breiðablik og Grótta mætast í fyrsta leik Pepsi MAX 2020, enda Óskar Hrafn Þorvaldsson, núverandi þjálfari Blika, og Ágúst Gylfason, fyrrverandi þjálfari Blika en núverandi þjálfari Gróttu, að mæta í kvöld sínum fyrrum félögum á Kópavogsvelli í leik sem þegar er kominn í sögubækurnar af mörgum ástæðum.
Árangurstölfræði þjálfara liðanna síðustu 2 ár er jöfn. Báðir þjálfarar eru með 41 sigra, eða 60% - Óskar í 68 leikjum með Gróttu en Ágúst í 72 leikjum með Blika. Blikamenn eru með 82 mörk í plús á móti 89 mörkum Gróttumanna.
Miðasla á leikin í kvöld er á tix.is. Svona lítur hólfaskiptingin út og takið eftir hvar gengið er inn á völlinn.
Leikurinn er sýndur í beinni á Stöð 2 Sport fyrir þá sem ekki komast á völlinn.
Og svo þetta. Eruð þið búin að gerast áskrifendur á blikarTV á YouTube? BlikarTV verður í beinni útsendingu fyrir leik, hálfleik og eftir leik. Gestur gestur BlikarTV fyrir leikinn í kvöld er Arnar Grétarsson. Við ætlum að spá í spilinn með Arnari fyrir leik, í hálfleik og eftir leik. Arnar Björnsson verður með viðtöl fyrir- og eftir leik.
Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!
Leikmannahópur Breiðabliks 2020