Pepsi MAX deildin 2019: Breiðablik – Víkingur R. í Árbænum á föstudagskvöld kl.20:00
10.05.2019Blikar skella sér upp í Árbæ á föstudagskvöld til að spila við Reykjavíkur Víkinga heimavelli Fylkismanna í Pepsi MAX-deildinni. Leikurinn hefst kl.20:00!
Þriðja umferð Pepsi MAX deildar karla hefst á föstudaginn með 3 leikjum: FH - KA í Krikanum kl.18:00, Stjarnan - HK á Samsung vellinum í Garaðbæ kl.19:15 og Breiðablik – Víkingur R. í Árbænum.
Eins og flestir vita þá er þetta heimaleikur okkur Blika en vegna tafa á endurnýjun Kópavogsvallar spilum við þennan leik á heimavelli Fylkismanna upp í Árbæ. Stúkan snýr í vestur og því beint á móti kvöldsólinni. Það er því gott ráð að hafa sólgleraugu með í för á heimaleik Blika í þetta sinn!
Tölfræði undanfarinna ára bendir til þess að Blikaliðinu líði vel í Árbænum - Blikar hafa ekki tapað þar leik í efstu deild í 10 ár.
Blikar eru nú með 4 stig eftir tvo fyrstu leikina. Unnu góðan 0:2 útisigur á Grindvíkingum í fyrsta leik meira> og kreistu fram 2:2 jafntefli gegn HK-ingum á lokamínútum í leik í Kórnum um síðustu helgi meira>
Nágrannar okkar í Fossvoginum er með 2 stig eftir tvo fyrstu leikina. Víkingar byrjuðu mótið á að gera 3:3 jafntefli við Íslandsmeistara Vals á þeirra heimavelli. Gera svo 1:1 jafntefli við FH-inga á Eimskipavellinum í Laugardal og telja uppskeruna frekar rýra eftir að hafa verið í yfirstöðu fjórum sinnum í leikjunum.
Völlurinn
Leikurinn er heimaleikur okkar manna en eins og flestir knattspyrnuáhugamenn vita þá næst því miður ekki að spila fyrsta heimaleik meistaraflokks karla í ár á Kópavogsvelli.
Myndin er tekin í gær. Verið er að ganga frá yfirborði vallarins. Áætluð verklok eru 15.maí.
Sagan
Liðin hafa mæst alls 80 sinnum í opinberri keppni frá fyrsta innbyrðis leik liðanna árið 1957. Meira>
Mótsleikir:
Efsta deild – 40 leikir (12-14-14)
Næst-efsta deild – 22 leikir (8-4-10)
Bikarkeppni KSÍ – 10 leikir (4-2-4)
Deildarblikar KSÍ – 8 leikir (6-1-1)
Breiðabliksmenn byrjuðu að sparka bolta árið 1957. Það ár lék liðið heila 4 mótsleiki og einn þeirra var gegn Reykjavíkur Víkingum. Leikurinn, sem fór fram á Melavellinum 17.7.1957 - þá heimavelli Víkinga - tapaðist 6:2. Meira>
Tölfræðin frá þessum fyrsta mótsleik árið 1957 er jöfn. Blikar hafa unnið 30 leiki, Víkingar 29, jafnteflin eru 21. Meira>
Efsta deild
Í efstu deild eru innbyrðis leikir liðanna 40. Meira>
Víkingar leiða í efstu deild með 14 sigra gegn 12 sigrum Blika og jafnteflin eru 14.
Efsta deild 2000 - 2019
Frá árinu 2000 hafa lið Breiðabliks og Víkings R. mæst 16 sinnum í efstu deild. Aftur er jafnt á flestum tölum. Blikar hafa sigrað 6 viðureignir, Víkingar 5 og jafnteflin eru 5. Meira>
Samtals skora liðin 55 mörk í efstu deild frá árinu 2000 sem skiptast jafnt. Blikar hafa skorað 27 mörk, Víkingar 28. Leikir liðanna eru gjarnan miklir markaleikir. Úrslit eins og t.d. 2-6, 2-2, 4-1, 4-1, 3-1 er oftar en ekki niðurstaðan.
Síðustu 5 heimaleikir
Blikar hafa yfirhöndina í síðustu 5 heimaleikjum með 3 sigra gegn 1 sigri Víkinga og 1 jafntefli. Það er hart barist allt gefið í leikinn þegar þessi lið mætast. Oftar en ekki klárar annað liðið ekki leikinn með alla leikmenn inn á.
Ástríðan lifir er titill þessa myndbands sem BlikarTV gerði fyrir heimaleikinn á Kópavogsvelli í fyrra.
2018: Liðin gera 0:0 jafntefli. Blikar rændir marki. Meira>
2017: Blikar tapa 1:2 Blikar manni færri frá 38. mín. Meira>
2016: Blikar vinna 1:0 Víkingar manni færri frá 39. mín. Meira>
2015: Blikar vinna 4:1 Óli Þórðar fær rautt í hálfleik. Meira>
2014: Blikar vinna 4:1 Víkingar manni færri frá 46. mín. Meira>
Leikmenn
Leikmannahópur Blika hefur breyst töluvert milli ára. Í desember var Ólafur Íshólm lánaður til Fram. Gísli Eyjólfsson var lánaður til Mjallby til loka árs 2019. Í janúar gerðu Breiðablik og HK samkomulagi um vistaskipti Arnþórs Ara Atlasonar til nágranna okkar. Aron Kári Aðalsteinsson mun einnig spila með HK í sumar sem lánsmaður en Aron ætlar í nám til Bandaríkjanna seinnipartinn í sumar. Í janúar var Andri Fannar Baldursson lánaður til Bologna. Í febrúar var Arnór Gauti Ragnarsson seldur til Fylkismana. Um miðjan febrúar skrifuðu svo tveir leikmenn undir samninga við erlend lið: Willum Þór Willumsson gerði samning hjá BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi og Davíð Kristján Ólafsson skrifaði undir samning við norska liðið Álasund.
Blikar fá til sín Viktor Karl Einarsson sem kemur heim frá Varnamo í Svíðþjóð þar sem hann var á láni frá AZ Alkmaar. Þórir Guðjónsson kemur frá Fjölnismönnum. Kwame Quee lék síðast með Ólafsvíkur Víkingum. Guðjón Pétur Lýðsson kemur til okkar frá KA en hann lék með Íslandsmeisturum Vals í fyrra. Einnig er Thomas Mikkelsen með frá fyrsta leik núna en hann kom til liðs við okkur í júlí-glugganum í fyrra. Rétt fyrir mót ganga þeir Höskuldur Gunnlaugsson og Arnar Sveinn Geirsson til liðs við Breiðablik. Höskuldur kemur á láni til okkar út keppnistímabilið frá Halmstads BK. Arnar Sveinn Geirsson gerir tveggja ára samning við Breiðablik. Leikmenn Breiðabliks 2019>
Víkingsliðið er með tvo fyrrverandi Blika innan sinna raða. Árið 2017 skrifaði Gunnlaugur Hlynur Birgisson undir samning við Víking R. Og rétt fyrir mót gerði Ágúst Hlynsson þriggja ára samning við Víkinga.
Breiðablik býður upp á sæti í VIP stúkunni á leik Breiðabliks og Víkings í Pepsi Max deildinni sem fram fer á Fylkisvelli föstudaginn 10. maí kl. 20.00. Innifalið: Miði á leikinn, sæti fyrir miðri stúku í bólstruðum sætum, hamborgari og bjór fyrir leik og í hálfleik í sérstöku rými í stúkunni Verð kr. 5.000 á sæti. Ath aðeins 48 sæti í boði. Sætapantanir sendist á: sigmar@breidablik.is
Leikurinn
Það má búast við hörkuleik á föstudagskvöld enda hafa þessi lið marga hildina háð. Vonandi sjá flestir Blikar sér fært að mæta í Árbæinn og hvetja okkar menn til sigurs.
Við minnum á að árskortin eru enn í sölu á heimasíðu Breiðabliks. Þá verða árskortin einnig til sölu í miðasölunni á heimaleikjum félagsins.
Þá eru enn nokkur sæti laus í VIP stúkuna á Fylkisvelli fyrir þá sem vilja gera vel við sig á föstudagskvöldi.
Blikaborgarinn mætir aftur til leiks eftir vetrarhlé og þá verður hægt að svala þorstanum með ísköldum í litlu útibúi frá gamla góða tjaldinu.
Að gefnu tilefni skal tekið fram að Blikaklúbbskírteinin frá því í fyrra gilda áfram! Þau eru rafræn og virkjar deildin þau áfram þ.e. fyrir þá sem eru skuldlausir! Blikakaffið á Fylkisvellinum í kvöld á leiknum gegn Víkingum verður í stúkunni -hægra megin í efri enda.
Stúkan í Árbænum snýr í vestur og því beint á móti kvöldsólinni. Það er því gott ráð að hafa sólgleraugu með í för á heimaleik Blika í þetta sinn!
Áfram Blikar, alltaf, alls staðar – líka í Árbænum!