BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Pepsi MAX deildin 2019: Stjarnan – Breiðablik í Garðabæ þriðjudagskvöld kl.19:15

16.06.2019

Stjarnan og Breiðablik mætast á Samsung vellinum í Garðabæ á þriðjudagskvöld kl.19:15 í 9. umferð Pepsi MAX deildar karla 2019.

Nágrannaslagur Stjörnunnar og Breiðabliks er uppskrift að frábærri skemmtun, enda stórleikur tveggja góðra liða þar sem toppsætið er í boði fyrir okkar menn. Stjörnumenn eru fyrir umferðina í 7. sæti en geta með sigri fært sig upp í 4. sæti.

Leikurinn er fyrsti leikurinn í 9. umferð og eini leikurinn Pepsi MAX karla á þriðjudaginn. KR og Valur mætast í Vesturbænum á miðvikudagskvöld. Aðrir leikir níundu umferðar fara fram dagana 13. til 15. júlí.

Bæði lið töpuðu stigum í síðustu umferð. Blikar biðu lægri hlut gegn Fylkismönnum í 7 marka leik upp í Árbæ, og Stjörnumenn misstu 2ja marka forustu niður í jafntefli gegn FH í Krikanum. Blikar munu öruggleg sækja til sigurs í leiknum á þriðjudaginn og þannig endurheimta toppsætið - a.m.k. þangað til að úrslit liggja fyrir úr leik KR og Vals á miðvikudagskvöld.

Sagan

Innbyrðis viðureignir í mótsleikjum frá 1970 eru 57. Blikar hafa unnð 24 leiki, Stjarnan 23 leik. Jafnteflin eru 10. Meira>

Leikirnir 57 dreifast á 6 keppnir: A-deild 28 leikir, B-deild 12 leikir,Bikarkeppni KSÍ 3 leikir, Litli Bikarinn 6 leikir, Lengjubikar 3 leikir, og í Fótbolta net mót 5 leikir.

Fyrsti mótsleikur Breiðabliks og Stjörnunnar í ágúst 1970. Blikar unnu leikinn sem var í 1. umferð Bikarkeppni KSÍ 1970. Meira> Síðasti innbyrðis leikur liðanna var úrslitaleikur í Fótbolta.net mótsins 2019. Blikar unnu leikinn 2:0.  Meira>

Efsta deild

Nokkuð jafnræði hefur verið með liðunum í efstu deild. Í 28 leikjum frá upphafi hafa Blikar yfirhöndina með 13 sigrum gegn 9 sigrum Stjörnumanna. Leikurinn í Garðabæ á þriðjudaginn verður 29. efstu deildar viðureign liðanna frá fyrsta leik liðanna í A-deild árið 1991.

Efsta deild frá 2009

Í tutugu viðureignum liðanna í efstu deild liðanna frá endurkomu Stjörnunnar upp í efstu deild árið 2009 hafa Blikar unnið tíu sinnum, Stjarnan hefur unnið sex sinnum og fjórum leikjum lyktaði með jafntefli. Blikar hafa skorað 36 mörk gegn 26 mörkum Stjörnumanna í þessum 20 leikjum. Samtals 62 mörk eða liðlega 3.22 mörk per leik. Leikir liðanna eru oft miklir markaleikur – þannig er það bara.

Síðustu 5 í Garðabæ

2018:  2:1 súrt tap Blika á Samsung vellinum í Gærðabæ

2017:  2:0 tap Blika í leik þar sem Blikar voru aldrei líklegir 

2016:  1:3 sigur Blika í mögnuðum og bráðfjörugum leik

2015:  0:1 sigur Blika í leik þar sem við vorum þéttir til baka.

2014:  2:2 nokkuð sanngjörn úrslit í fjörugum leik

Leikurinn

Blikar töpuðu 3 dýrmætum stigum í síðasta leik. Í sannleika sagt var voru úrslitin í leiknum gegn Fylki bara sanngjörn. En sem betur fer er mjög stutt í næsta leik og tækifæri fyrir leikmenn Blikaliðsins að sýna sparihliðarnar á teppinu í Garðabæ á þriðjudaginn.  

Við hvetjum alla okkar stuðningsmenn til að mæta á völlinn i Garðabæ á þriðjudagskvöld og hvetja okkar menn áfram til sigurs.

Toppsætið í Pepsi MAX 2019 er í boði fyrir okkar menn.

Leikurinn hefst kl.19:15

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka