Úrslitaleikur Fótbolta.net 2020: Breiðablik – ÍA á Kópavogsvelli á fimmtudaginn
28.01.2020Breiðablik mætir sprækum Skagamönnum í úrslitaleik Fótbolta.net-mótsin 2020 á Kópavogsvelli á fimmtudaginn kl.18:00! Frítt er inn á leikinn.
Búast má við hörkuleik enda bæði lið í góðu formi m.v. árstíma. Í leikjum um sæti er farið beint í vítaspyrnukeppni ef staðan er jöfn að loknum venjulegum leiktíma.
Leikurinn á fimmtudaginn verður 114. mótsleikur Breiðabliks og ÍA frá upphafi.
Liðin hafa mæst fjórum sinnum innbyrðis í Fótbolta.net-mótinu Fyrst í 0:0 jafnteflisleik árið 2012. Árin 2013 og 2015 áttust liðin við í Fífunni í leikjum sem Blikar unnu 1:0 og 3:0. Síðast áttust liðin við í Fótbolta.net-mótinu árið 2018 í Akraneshöllinni í leik sem Blikar unnu 0:4.
Leið liðanna í úrslitaleikinn.
Riðill 1 – Breiðablik 9 stig.
Riðill 2 – ÍA 5 stig.
Sigurvegarar Fótbolta.net-mótsins frá upphafi:
- 2011: Keflavík
- 2012: Breiðablik
- 2013: Breiðablik
- 2014: Stjarnan
- 2015: Breiðablik
- 2016: ÍBV
- 2017: FH
- 2018: Stjarnan
- 2019: Breiðablik
Við hvetjum Blika til að mæta á Kópavogsvöll á fimmtudaginn og njóta knattspyrnuleiks tveggja góðra liða í flóðljósum á nýjum velli í góðu veðri.
Leikurinn verður sýndur í beinni á YouTube rás BlikarTV fyrir þá sem ekki eiga heimangengt.
Áfram Blikar, alltaf alls staðar!