- Ekki má gleyma mjög góðri frammistöðu Kópacabana stuðningsmannahópsins. Þeir sungu og trölluðu allan tímann og fengu meira að segja rólegar skrifstofublækur til að taka hressilega undir stuðningsklappið. Well done boys! Mynd: HVH
- Damir var í leikbanni og tók Viktor Örn sæti hans í byrjunarliðinu. Þetta var fyrsti leikur Viktors í Úrvalsdeild og stóð hann sig með sóma. Stöð 2 Sport valdi hann mann leiksins. Mynd: HVH
- Svo má ekki gleyma því að minnast á gríðarlega vinnslu Olivers Sigurjónssonar í miðjuspili Blika. Hann pakkaði Dananum Schoop gersamlega saman þannig að hann virkaði eins og leikskóladrengur í höndum og fótum Olivers. Netmiðlar völdu Oliver mann leiksins. Mynd: HVH
- Jonathan Glenn kom inn á í sínum fyrsta leik með Breiðabliki þegar 20 mínútur voru eftir. Hann var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn og fékk gullið tækifæri til að koma okkur yfir. Mynd: HVH
- Menn hafa verið að gagnrýna Blikaliðið fyrir litla breidd en Kári og Viktor Örn stóðu sig frábærlega i miðju varnarinnar. Þeir áttu flesta skallabolta og sýndu mikla ró og yfirvegum í spilinu. Flott hjá ykkur strákar! Mynd: HVH
Skiptur hlutur í Vesturbænum
28.07.2015
Blikar fóru heldur súrir heim úr Vesturbænum eftir að hafa gert markalaus jafntefli við KR í Frostaskjólinu. Þrátt fyrir ágæt marktækifæri tókst okkar drengjum ekki að finna leiðina í netmöskvana hjá þeim röndóttu og því fór sem fór. En við getum samt verið þokkalega ánægðir með leik Blikaliðsins. Varnar- og miðjulínan var þétt og stór nöfn heimamanna sköpuðu sér í raun engin færi í leiknum.
Byrjunarlið Blika í leiknum var þannig skipað;
1. Gunnleifur Vignir Gunnleifsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson
5. Elfar Freyr Helgason
8. Arnþór Ari Atlason
10. Guðjón Pétur Lýðsson
20. Atli Sigurjónsson
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ellert Hreinsson
23. Kristinn Jónsson
29. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
30. Andri Rafn Yeoman
Varamenn:
24. Aron Snær Friðriksson (m)
6. Kári Ársælsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson
11. Olgeir Sigurgeirsson
17. Jonathan Ricardo Glenn
31. Guðmundur Friðriksson
33. Gísli Eyjólfsson
Sjúkralisti: Enginn
Leikbann: Damir Muminovic
Leikskýrsla: KR - Breiðablik 28.7.2015
BlikarTV: útvarpslýsing
Damir var í leikbanni og tók Viktor Örn sæti hans í byrjunarliðinu. Þetta var fyrsti leikur Viktors í Úrvalsdeild og stóð hann sig með sóma. Stóri bróðir hans Finnur Orri getur verið stoltur af drengnum enda stóð sig með afbrigðum vel. En það voru líka aðrir leikmenn sem náðu merkum áfanga í þessum leik. Guðjón Pétur spilaði sinn 100 leik með Blikum og Elfar Freyr sinn 150 leik. Við óskum þessum drengjum að sjálfsögðu til hamingju með áfangann.
KR voru meira með boltann framan af leik en okkar menn voru þéttir fyrir og gáfu engin færi á sér. Athyglisvert var að lesa ummæli annars þjálfara KR-inga eftir leik þar sem hann vældi um mikla yfirferð kantmanna okkar, Guðjóns Péturs og Atla Sigurjóns. Hann ætti fremur að einbeita sér að því að skerpa sína eigin sóknarmenn! Svo má ekki gleyma því að minnast á gríðarlega vinnslu Olivers Sigurjónssonar í miðjuspili Blika. Hann pakkaði Dananum Schoop gersamlega saman þannig að hann virkaði eins og leikskóladrengur í höndum og fótum Olivers.
Elfar Freyr þurfti að yfirgefa leikvöllinn eftir fyrri hálfleik og stöðu hans tók reynsluboltinn Kári Ársælsson. Menn hafa verið að gagnrýna Blikaliðið fyrir litla breidd en Kári og Viktor Örn stóðu sig frábærlega i miðju varnarinnar. Þeir áttu flesta skallabolta og sýndu mikla ró og yfirvegum í spilinu. Flott hjá ykkur strákar!
Jonathan Glenn kom inn á í sínum fyrsta leik með Breiðabliki þegar 20 mínútur voru eftir. Hann var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn og fékk gullið tækifæri til að koma okkur yfir. En önnur snerting á bolta var aðeins of kröftug og markvörður KR náði á síðustu stundu að koma í veg fyrir mark. Við áttum nokkrum sinnum ágæt tilþrif upp við mark heimamanna en lukkan var ekki í liði með okkur að þessu sinni.
Þrátt fyrir að við höfum ekki fengið öll stigin að þessu sinni getum við á vissan hátt verið þokkalega sátt við úrslitin. Við vorum betra liðið á vellinum enda völdu KR-ingar markvörð sinn sem besta mann. Við misstum þá röndóttur ekki lengra frá okkur og framhaldið er því algjörlega i okkar höndum. Kári og Viktor Örn sýndu að við erum með ágæta breidd í liðinu. Glenn gefur okkur nýja möguleika í sóknarleiknum þannig að við ættum að stíga upp á við í heimaleiknum gegn Keflavík í næstu umferð.
Ekki má gleyma mjög góðri frammistöðu Kópacabana stuðningsmannahópsins. Þeir sungu og trölluðu allan tímann og fengu meira að segja rólegar skrifstofublækur til að taka hressilega undir stuðningsklappið. Well done boys!
Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!
P.S. Lið sem telur sig vera stórt í sniðum á ekki að láta áhorfendur standa í biðröð langt fram eftir leik til að kaupa miða! Á leikinn mættu rúmlega 2 þúsund manns og KR-ingar voru einungis með eitt hlið opið og eina miðasölu. Þetta ætti að vera auðvelt að kippa í liðinn!
-AP