Stjarnan – Breiðablik
23.08.2015
Fyrsti opinberi leikur Breiðabliks og Stjörnunnar fór fram á Melavellinum í Reykjavík 22. ágúst 1970. Leikurinn var í 1. umferð Bikarkeppni KSÍ. Blikar unnu leikinn nokkuð stórt eða með 11 mörkum gegn engu!
Liðin hafa mæst 45 í öllum keppnum frá árinu 1970 til og með sigurleiks Blika á Kópavogsvelli fyrr í sumar. Leikirnir 45 dreifast á 6 mót: A-deild og B-deild, Bikarkeppni KSÍ, Litlu Bikarkeppninni, Lengjubikarinn og Fótbolta net mótið. Blikar hafa unnið 20 leiki, Stjarnan 16 leiki og jafnteflin eru 9.
Í 13 efstu deildar leikjum frá endurkomu Stjörnunnar upp í efstu deild árið 2009 hafa Blikar sigrað 7 leiki, Stjarnan 2 leiki og jafnt hefur orðið í 4 leikum. Blikar hafa skorað 28 mörk gegn 17 mörkum Stjörnunnar. Samtals 45 mörk! En Blikum hefur ekki gengið vel að sigra Stjörnuna á þeirra heimavelli í Garðabæ. Tveir tapleikir, þrjú jafntefli og einn sigur er uppskeran á teppinu í Garðabæ frá árinu 2009.
Leikur Stjörnunnar og Breiðabliks hefst klukkan 20:00 á Samsung vellinum í Garðabæ mánudagskvöldið 24. ágúst.
Áfram Breiðablik!