BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Svekkjandi tap gegn FH

16.03.2019

Blikar urðu að sætta sig við 1:2 tap gegn FH í síðasta leik Lengjubikarsins á þessu ári. Þessi úrslit þýða að við komust ekki upp úr riðlinum að þessu sinni. En það var margt gott sem Blikaliðið sýndi í leiknum og með smá heppni hefðu úrslitin getað orðið önnur.

Byrjunarlið og skiptingar í boði úrslit.net  og leikskýrsla í boði KSÍ

Blikar voru mun sterkari í fyrri hálfleik en náðu ekki að nýta nokkur þokkaleg færi sem þeir fengu í hálfleiknum. En gestirnir nýttu eina færið sem þeir fengu í hálfleiknum og því var staðan 0:1 í leikhléi.

En markamaskínan Thomas Mikkelsen jafnaði leikinn fljótlega í síðari hálfleik. En vegna betri markamunar Hafnfirðinga þá þurftum við að vinna leikinn til að komast áfram. Hugsanlega var það þess valdandi að Blikaliðið spilaði ekki alveg eins vel í síðari hálfleik og var eins og pressan færi aðeins með taugarnar. Því endaði það með því að gestirnir komust yfir á 71. mínútu og það með datt botninn dálítið úr þessu hjá okkur.

Klippur úr leiknum í boði BlikarTV:

Kwame Quee var síðan rekinn út af skömmu fyrir leiklok eftir brot á einum FH-ingi. Sá hefði fengið Óskarsverðlaunin fyrir leikaraskap ef það hefði verið í boði. Ósköp er það snautlegt að sjá svona reyndan leikmann veltast um og væla eins og stunginn grís en standa svo upp þegar rauða spjaldið var komið á loft.

Auðvitað er svekkjandi að tapa svona leik. En við komum bara sterkari til baka gegn þeim í leikjum sem skipta máli í sumar. Munum að sá hlær sem síðasta hlær!

Umfjallnair netmiðla og annað efni. 

-AP

Til baka