BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Tap í Krikanum.

21.05.2012

 

Í gærkvöldi heimsóttu Blikar FHinga í Kaplakrika, og það er lítið annað hægt að segja en það að Blikar mættu ofjarli sínum.

FHingr réðu lögum og logum allan leikinn, og sérstaklega yfirspiluðu þeir lánlausa Blika á miðsvæðinu. Óli þjálfari gerði eina breytingu á liðinu frá því í sigrinum gegn Val, Petar Rankovic kom inn í liðið fyrir Árna Vilhjálmsson, ekki sá maður í fljótu bragði hvað Óli ætlaði að gera með þeirri breytingu því ekkert var að gerast frammi á við hjá Blikum. Vörnin er ágæt, þrátt fyrir ansi mikið óöryggi í leiknum í gær, miðjan er einnig ágæt, en þegar framar er komið, þá er eins og allar hugmyndir vanti, og þrátt fyrir að varnir haldi, þá er mjög erfitt að vinna leiki án marka 😉

Ég hreinlega nenni ekki að staldra við þennan leik, því hann er búinn, og lítið um hann að segja annað en að Blikar mættu einfaldlega betra liði í Kaplakrika í gær, og verðskulduðu þeir 3-0 sigur.

Upp með sokkana og allir á völlinn á fimmtudaginn þegar Framarar koma í heimsókn, ÁFRAM BREIÐABLIK ALLTAF!! Maður leiksins var Erlendur dómari sem var með pensilinn uppi í sér allan leikinn og dæmdi ekkert á margítrekuð brot FH manna úti um allann völl.

 

Hannes

Til baka