- Það voru ekki liðnar nema rétt rúmar 2 mínutur af þeim seinni þegar að Arnþór Ari kom sér í ágætis skotfæri fyrir utan teig en boltinn fór rétt framhjá. Mynd: HVH
- Gísli tók sig til og fór framhjá 4 varnarmönnum Víkinga. Setti boltann efst í vinstra hornið. Horfandi úr stúkunni þá var engin spurning hjá undirrituðum. Boltinn fór í slánna og inn og svo út úr markinu en dómari leiksins og línuvörður dæmd hinsvegar ekki mark. Mynd: HVH
- Hendrickx skaut fyrir utan teig í varnarmann Víkinga en boltinn lak rétt framhjá stönginni. Þarna vorum við að tala um sentimetra. Mynd: HVH
- Elfar stóð fyrir sínu í vörn og sókn. Mynd: HVH
- Davíð skallaði þennan í stöngina á lokamúnútum leiksins. Mynd: HVH
- Það var hart barist í leiknum. Mynd: HVH
- Gunnleifur Gunnleifsson er þriðji knattspyrnumaðurinn á Íslandi sem nær að spila 400 deildarleiki og leikur hans í kvöld var númer 401 í röðinni. Gunnleifur hefur ekki misst úr deildarleik frá haustinu 2012 og spilað116 deildarleiki í röð - þar af 115 með Breiðabliki. Það var Helgi Aðalsteinsson varformaður knattspyrnudeildar ásamt ungum markvörðum úr Breiðabliki sem afhentu Gulla blóm og gjafabréf fyrir leikinn í kvöld.
Taplausir á toppnum
23.05.2018Sólin skein á köflum og það blés nokkuð duglega þegar flautað var til leiks sólarhring eftir að leikurinn hafði verið áætlaður. Á þeim tíma sem leikurinn átti upphaflega að fara fram blés það vel að undirritaður varð nánast úti í Borgarholtinu á kvöldgöngu með hundinn. Annar leikurinn í röð hjá Blikum þar sem leik er frestað vegna veðurs, hver elskar ekki íslenska vorið?
Í síðustu 4 leikjum þessara liða hafa komið 4 rauð spjöld. Tokic fékk sénsinn og kom inn fyrir Svein Aron og Viktor Örn leysti meiddan Oliver Sigurjónsson af hólmi. Aðrir héldu sínum stöðum.
Blikar taplausir á toppnum og ætluðu að sjálfsögðu að nýta jafntefli hjá næstu liðum fyrir neðan til að auka enn frekar forystuna. Það verður að segjast eins og er að fyrsta hálftímann voru Víkingar sterkari, Hendrickx bjargaði á línu og nokkur góð færi litu dagsins ljós hjá þeim röndóttu sem pressuðu Blika frekar hátt.
Blikar svöruðu með skyndisóknum þar sem oft vantaði bara herslumuninn á að ná því að klára þær með marki. Tokic kallinn virtist ekki vera að finna sig nægilega vel á meðan Aron og Gísli voru ógnandi framávið. Það var svo á fertugustu mínútu sem að Blikar fengu aukaspyrnu og upp úr henni skallaði Damir rétt framhjá.
Það var léttur pirringur í mönnum og stutt í spjöldin, Víkingar nenntu óvenju miklu tuði svona fyrir minn smekk og er ég nú þekktur fyrir að tuða.
Meðvindurinn hjálpaði Víkingum úr Fossvogi klárlega í fyrri hálfleik en þeir virtust ekki ætla að ná að nýta sér það. Hálfleikurinn leið og staðan ennþá 0-0.
Í þeim seinni gerðu Blikar breytingu, Arnþór Ari kom inn fyrir Willum sem hafði spilað ágætlega í þeim fyrri. Það voru ekki liðnar nema rétt rúmar 2 mínutur af þeim seinni þegar að Arnþór Ari kom sér í ágætis skotfæri fyrir utan teig en boltinn fór rétt framhjá. Stuttu síðar skaut Aron yfir markið úr ágætis færi.
Blikar byrjðu seinni hálfleikinn af krafti og þegar um 10 mínútur voru liðnar af þeim seinnni þá hefði staðan alveg mátt vera orðin 1-0 fyrir þá grænu.
Eftir klukkutíma leik þá var gerð sú breyting sem margir biðu eftir þegar að Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn fyrir Tokic sem náði ekki að heilla þrátt fyrir að fá sénsinn í byrjunarliðinu.
Blikar mikið öflugri í seinni hálfleik og það virtist tímaspursmál hvenær markið kæmi hjá Blikum. Gísli var byrjaður að ógna með skotum fyrir utan teig og einnig sáust hættulegar sendingar fyrir markið.
Víkingar náðu að sama skapi illa að halda boltam, virkuðu þreyttir, reyndu langar sendingar fram og fóru auðveldlega niður í leit að aukaspyrnum.
Þegar 75 mínútur voru á klukkunni var ég viss um að boltinn færi inn þegar Hendrickx skaut fyrir utan teig í varnarmann Víkinga en boltinn lak rétt framhjá stönginni. Þarna vorum við að tala um sentimetra. Gerðu sína 3 skiptingu þegar að Aron Bjarnason fór út af fyrir Arnór Gauta.
Víkingar gerðu sig líklega þegar um 10 mínútur voru eftir en Gulli greip fast skot, aftur gerðist það svo þegar að 5 mínútur voru eftir en Blikar sluppu.
Á 87.mínútu gerðist svo atvikið sem allir tala um eftir þennan leik, Gísli tók sig til og fór framhjá 4 varnarmönnum Víkinga. Setti boltann efst í vinstra hornið. Horfandi úr stúkunni þá var engin spurning hjá undirrituðum. Boltinn fór í slánna og inn og svo út úr markinu en dómari leiksins og línuvörður dæmd hinsvegar ekki mark.
Á 89 mínútu var Gísli svo tekinn niður í teignum en það virtist lítil snerting. Nú var allt lagt í sölurnar uppbótartíminn 5 mínútur og mikill hiti kominn í menn.
Hendrickx komst svo í fínt færi í uppbótartíma en það skot var vel varið. Víkingar gerðu allt sem þeir gátu til að drepa leikinn og svo sannarlega fegnir með að vera ennþá með stigið. Arnór Gauti tók innkast og Víkingar hentu sér nokkru sinnum fyrir skot, inn vildi boltinnn ekki hjá Blikum sem voru langt því frá saddir. Enn lágu Víkingar í vellinum og gerðu hvað þeir gátu til að tefjja.
Blikar tóku horn og Davíð skallaði í stöng, þetta er algjörlega ótrúlegt. Blikar svo mikið betri og sigur var það sem Blikar áttu að fá en lífið er ekki alltaf sanngjarnt svo mikið er víst. Tökum það ljósa úr leiknum, Blikaliðið flott. Sérstaklega í seinni hálfleik, Andri Rafn algjörlega magnaður. Það sást best á Víkingum hversu góðir Blikar eru um þessar mundir. Hálfti liðið haltraði út af og þeir virtust algjörlega búnir á því. Ennþá taplausir á toppnum!
KIG