BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Úrslitaleikur Fótbolta.net Mótsins 2021: Breiðablik – ÍA á föstudagskvöld kl.20:00!

05.02.2021 image

Annað árið í röð mætir Breiðablik ÍA í úrslitaleik Fótbolta.net Mótsins. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli á föstudaginn kl.20:00!

Búast má við hörkuleik enda bæði lið búin að sýna góða takta í mótinu til þessa. Í leikjum um sæti Fótbolta.net Mótsins er farið beint í vítaspyrnukeppni ef staðan er jöfn að loknum venjulegum leiktíma.

Leikurinn á fimmtudaginn verður 118. mótsleikur Breiðabliks og ÍA frá upphafi.

Úrslitaleikurinn í fyrra fór í sögubækurnar. Blikar óðu í færum en inn vildi boltinn ekki, en vildi það hinsvegar fyrir Skagamenn. Fimm sinnum þurftu okkar menn að hirða boltann úr eigin neti áður en yfir lauk og Blikar þá búnir að missa tvo af velli með rauð spjöld.  

Liðin hafa mæst fimm sinnum innbyrðis í Fótbolta.net Mótinu.

17.01 10:30
2015
Breiðablik
ÍA
3:0
3
1
Fótbolti.net | 2. umferð
Fífan | #

19.01 11:00
2013
Breiðablik
ÍA
1:0
4
Fótbolti.net | riðill 2. leikur
Fífan | #

21.01 11:00
2012
Breiðablik
ÍA
0:0
2
Fótbolti.net | 2. umferð
Fífan | #

Leið liðanna í úrslitaleikinn.

A-deild 1iðill 1 – ÍA 6 stig.

  • Grótta – ÍA 0:2
  • ÍA – HK 2:1

A-deild riðill 2 – Breiðablik 9 stig.

  • Breiðablik – Grindavík 3:0
  • Keflavík - Breiðablik 1:6
  • Breiðablik - FH – 3:1

Sigurvegarar Fótbolta.net-mótsins frá upphafi:

  • 2011: Keflavík
  • 2012: Breiðablik
  • 2013: Breiðablik
  • 2014: Stjarnan
  • 2015: Breiðablik
  • 2016: ÍBV
  • 2017: FH
  • 2018: Stjarnan
  • 2019: Breiðablik
  • 2020: ÍA

Því miður er áhorfendabann þannig að stuðningsmenn liðanna geta ekki mætt á leikinn á Kópavogsvelli þrátt fyrir góðar aðstæður fyrir áhorfendur.

Leikurinn verður í beinni á YouTube rás BlikarTV 

 Áfram Blikar, alltaf alls staðar!

Til baka