BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Útvarp Breiðablik með beina lýsingu á  leik Sturm Graz vs Breiðablik

23.07.2013
Breiðablik mætir Sturm Graz fimmtudaginn 25. júlí í seinni leik liðanna í annari umferð Europa league. Strákarnir ættu að vera mæta nágrönnum okkar úr Garðabæ í Pepsideildinni en eru uppteknir í Evrópuævintýri en það sama verður ekki sagt um þá bláu. Blikar verða að bíða með að lækka sigurrostann í þeim eftir gott gengi hjá Stjörnumönnum í undanförnum leikjum. 
 
Blikaliðið hélt af landi brott þriðjudaginn 23. júlí og verða vonandi búnir að ná úr sér ferðaþreytunni og Þórsleiknum þegar að þeir mæta á UPC-Arena eða fyrrum Arnold Schwarznegger stadium. Leikurinn fer fram klukkan 18:00 að staðartíma eða 16:00 að íslenskum tíma og spáin er þokkaleg á leikdegi. Hitinn mun reyndar vera tæpum 30 gráðum sem er þó öllu skárra en þær 37 gráður sem eiga að vera á sunnudeginum í Graz. 
 
Blikar TV verða á staðnum og mun Heisi á röltinu tækla hlutina eins og honum einum er lagið. Fyrir þá Blika sem vilja fylgjast með beinni lýsingu á leiknum þá mun útvarp Breiðablik setja inn link hér inn á Blikar.is ásamt því að setja hann inn á Facebook síðuna Breiðabliks stuðningsmenn - grænir í gegn. Þá verður með einföldum hætti hægt að hlusta á útvarpslýsingu í gegnum netið sem verður í höndum útvarpsmannsins og Blikanns Kristjáns Inga og aldrei að vita nema Heisi á röltinu verði honum innan handar í stúdíóinu beint frá Graz.
 
Við hvetjum að sjálfsögðu alla Blika til að stilla inn með eyrun sperrt, eins og Kiddi Jóns sagði þá er þetta 50/50. Blikar spiluðu gríðarlega vel í fyrri leiknum og það er aldrei að vita hverju menn taka upp á í seinni leiknum.
 
Áfram Breiðablik!

Til baka