BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Valur - Breiðablik í PEPSI fimmtudag 15. september kl. 20:00

13.09.2016

Breiðablik og Valur hafa leikið 84 leiki í opinberi keppni. Fyrsti opinberi leikur liðanna var leikur í 2. umferð Bikarkeppni KSÍ á Melavellinum föstudaginn 13. ágúst 1965. Leikið var gegn b-liði Vals. Leikurinn tapaðist 3-1. Næsta viðureign liðanna var árið 1968 og aftur gegn b-lið Valsmanna í 2. umferð Bikarkeppni KSÍ á Melavellinum 26. júlí 1968. Blikar unnu leikinn 3-0.

Fyrstu viðureignir liðanna í efstu deild voru árið 1971 - árið sem Blikar léku fyrst í efstu deild. Fyrri leikurinn var heimaleikur Blika og lauk með 2-0 sigri okkar manna. Seinni leikurinn tapaðist 4-2. Um haustið 1971 áttust liðin við í 8 liða úrslitum Bikarkeppni KSÍ. Blikar unnu þann leik 2-1.

Leikir liðanna eru oft mikilir markaleikir. Í ágúst árið 2012 vinnur Breiðablik magnaðan 3-4 útisigur á Val í leik þar sem m.a. Ingvar Þór Kale, þáverandi markvörður Blika, var rekinn af velli á 65. mín. Valur komst í 2-0 í leiknum en Blikar vinna upp þann mun með mörkum á 70. 84. 85. og 90. mín. Árið 2010 vinnur Breiðablik 5-0 heima svo nokkur dæmi um markafjölda séu nefnd.

Í 84 opinberum leikjum leikjum liðanna frá upphafi hefur Valur sigrað 35 sinnum, Blikar 30 sinnum og 19 leikjum hefur lokið með jafntefli.

Tölfræðin er mjög jöfn þegar kemur að leikjum liðanna í efstu deild. Í 59 efstu deildar leikjum hefur Valur sigrað 23 leiki, Blikar sigrað 22 leiki og jafnteflin eru 14.

Blikar haft mjög gott tak á Valsmönnum í efstu deild frá því að liðin komu upp úr 1. deildinni síðast – Valsmenn 2005 og Blikar 2006. Í 21 viðurgeign frá 2006 hafa Blikar unnið 11 leiki gegn 4 leikjum Vals og í 6 leikjum hefur orðið jafnt. Blikar hafa mætt Val 10 sinnum á útivelli frá 2006. Blikar hafa yfirhöndina með 5 sigra og 3 jafntefli gegn 2 sigrum Valsmanna árin 2008 og 2011.

Í fyrra unnu Blikar heimaleik Vals 0-1. Leikurinn fór fram á Laugardalsvelli og var jafnfram fyrsti sigur Breiðabliks í efstu deild karla á Laugardalsvelli í 34 ár. Nánar um leikinn.

Fyrri leik liðanna á Kópavogsvelli í sumar lauk með 0-0 jafntefli. Nánar um leikinn.

Leikurinn við Val er á þeirra heimavelli í flóðljósum fimmtudagskvöldið 15. september klukkan 20:00

Blikar ætla til Evrópu á næsta ári!

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka