Umfjöllun: Veisla!
03.06.2019Það tók á móti manni bongó blíða og brosandi Blikar þegar gengið var inn á Kópavogsvöllinn, það er búið að vera bjart yfir alla vikuna og óvenju sólríkt. Úrslitin hafa líka fallið með Blikum sem náðu að sigra Íslandsmeistara Vals með frábærum fótbolta og kláruðu svo erkifjendurna i HK sannfærandi í bikarkeppninni.
Helgi Viðar frá BlikarTV tók þessar myndir.
Nú mættu FH-ingar í Kópvoginn, liðið hefur farið vel af stað í sumar og voru við toppinn 2 stigum frá Blikum sem að gátu með nógu stórum sigri komist aftur á toppinn. Það voru 4 breytingar hjá Blikum eftir sigurinn á móti HK. Thomas Mikkelsen, Andri Rafn Yeoman, Aron Bjarna og Elfar Freyr komu inn í liðið á kostnað Höskuldar, Brynjólfs Darra, Kwame og Guðmundar Böðvars.
Leikurinn fór rólega af stað og menn virtust ætla að passa upp á það að þeir fengju ekki mark á sig snemma. Blikar náðu svo að koma flæði á leikinn hjá sér. Liðin sóttu fram og til baka án þess að skapa sér opin færi.
Guðjón Pétur tók aukaspyrnu eftir rúmar 20 mín sem fór af veggnum og yfir, Mikkelsen átti nokkur skot sem Vignir í markinu átti ekki í vandræðum með. FH beytti löngum sendingum og reyndi þannig að komast aftur fyrir Blikavörnina. Guðmann tók pirrningsbrot á Michelsen og fékk að launum gult, óþarfi hjá honum.
0-0 í hálfleik og spekingarnir voru sammála um að Blikarnir væru búnir að vera betra liðið.
Það voru rétt rúmar 5 mín liðnar af seinni hálfleik þegar að Andri Rafn Yeoman fékk boltann í teignum með markið bakið, tók snúning og sett boltann af nákvæmni niðri í nær hornið. 1-0 fyrir Blika. Nú opnaðist FH vörnin, Guðmann á gulu og allt í rugli.
Halldór Orri kom inn til að reyna að breyta leiknum, Blikar keyrðu hinsvegar áfram upp tempóið og Aron Bjarna var í áætlunarferðum upp vinstri vænginn. Hann náði svo enn einni ferðinni þar upp, tók menn á og setti boltann laglega í fjær hornið. 2-0 fyrir Blika og það var sanngjarnt.
Aron Bjarnason skoraði 2 mörk í leiknum og Thomas Mikkelsen og Andri Rafn Yeoman 1 mark hvor.
Höskuldur Gunnlaugsson kom inn fyrir Kolbein sem var búinn að vera flottur eins og allt Blika liðið, stuttu síðar kom Viktor Karl inn fyrir Guðjón Pétur Lýðsson. 20 mín eftir og ekkert sem benti til annars en sigurs hjá Blikum.
Gleðin hélt áfram, flott sending fram völlinn og Vignir fór út úr marki FH. Missti boltann frá sér fyrir utan teig, Mikkelsen tók boltann í rólegheitum og setti inn autt markið. 3-0 fyrir Blika.
5 mínútum síðar átti Mikelsen flotta sendingu á Aron Bjarna sem notaði sömu uppskrift og áður, tók manninn á og setti hann í fjær hornið. Veislan í fullum gangi og staðan 4-0.
Blikar gáfu svo FH ingum óþarfa aukaspyrnu rétt fyri rutan teig þegar 8 mín voru eftir, Lennon skaut fast niðri. Gulli varði út í teiginn en þeir hvítu náðu frákastinu og minnkuðu muninn. Gulli var vægast sagt fúll, skiljanlega.
2 mín voru eftir þegar að Höskuldur átti frábæra sendingu inn í teig og Viktor Karl skallaði að marki en Vignir varði vel.
Blikar völdu Andra Rafn Yeoman mann leiksins
Allt Blikalið flott í dag, en Damir, Yeoman, Aron og Michelsen voru bestu menn liðsins og það eru ekki mörg lið á Íslandi sem ráða við Blika í þessum ham. Blikar komnir á toppinn og mega vera þar sem lengst!
KIG
Fyrirliðinn okkar, Gunnleifur Gunnleifsson markvörður, er orðinn leikjahæsti leikmaðurinn í deildakeppninni í knattspyrnu á Íslandi. Metið féll þegar flautað var til leiks á Kópavogsvelli í kvöld.
Smella hér til að skoða heiðurskveðju frá BlikarTV.