Víkingar á Kópavogsvelli
09.06.2013Við minnum á leik Breiðabliks og Víkings Ólafsvík í Pepsí-deild karla á mánudaginn á Kópavogsvelli kl.19.15.
Eftir landsleikjapásu eru leikmenn orðnir spenntir að glíma við boltann á nýjan leik eftir sannkallað „staungin út“ hraðmót. En Blikaliðið hefur æft vel að undanförnu og kemur í þennan leik af miklum krafti enda verkefni sumarsins rétt að byrja.
Innbyrgiðs viðureignir liðanna í KSÍ mótum eru 12 ef allir skráðir leikir eru taldir. Hins vegar eru leikir í deild og bikar eingöngu 3 og allir árið 2005 þegar Blikar vinna báða deildarleikina (3-0 og 1-2) og bikarleikinn í 32 liða úrslitum (1-2). Ef gluggað er leikskýrslur KSÍ kemur ýmislegt ljós. Víkingar missa mann útaf með rautt spjald í báðum deildarleikjunum. Og þeir skora sjálfsmark í bikarleiknum. Tveir núverandi leikmenn Blika léku þessa leiki og báðir skoruðu: Olgeir Sigurgeirsson skoraði mark úr víti og ungur og efnilegur 18 ára sóknarmaður, Ellert Hreinsson, skoraði mark á 90. mínutu í fyrri deildarleiknum sem Blikar unnu 3-0. Ellert var svo aftur á ferðinni 10 dögum síðar þegar hann skoraði sigurmark Blika í 1-2 sigri í VISA bikarleiknum.
StuðBlikar hafa fagnað af værum dvala og ætla að mæta með jafn mikilli gleði og þeir gerðu í bikarleiknum um daginn.
Við hvetjum alla til að mæta á Kópavogsvöll á mánudagskvöldið enda er spáin góð og það verður engin svikin af þessum leik!
Áfram Blikar, alltaf, alls staðar.
Ertu búinn að skrá þig í Breiðablik OPEN golfmótið?