BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Víkingur Ó. – Breiðablik í PEPSI sunnudaginn 20. ágúst kl.18:00

19.08.2017

16. umferð Pepsideildar karla verður leikin um helgina. Blikar eiga leik á sunnudaginn en þá mætum við baráttujöxlunum úr Víking Ó á þeirra heimavelli í Ólafsvík. Liðin eru á svipuðum stað í töflunni eftir 15 leiki. Ólafsvíkurliðið er með 19 stig í 7. sæti – einu stigi meira en Breiðablik þegar 15 umferðir eru búnar.

Sagan.

Breiðablik og Víkingur Ó. hafa mæst 18 sinnum í mótsleikjum. Blikar hafa sigrað 14 leiki, Víkingar 1 leik og 3 leikir hafa endað jafnt. Liðin eiga 5 leiki að baki í efstu deild. Í byrjun júní árið 2013 vinna Blikar 2-0 í Kópavoginum í og gera svo 0-0 jafntefli í Ólafsvík í lok ágúst 2013. Í fyrra, í fyrsta leik Blika í PEPSI 2016, vinnur lið Ólafsvíkur 1-2  sigur á Kópavogsvelli. Blikar unni svo seinni leikinn í fyrra í Ólafsvík 0-2.Blikar vinna 2-1 sigur í fyrrir leik liðanna á Kópavogsvelli í sumar. Leikurinn á sunnudaginn er 6. viðureign liðanna í efstu deild frá upphafi.

Það eru tengsl milli félaganna. Nokkrir núverandi og fyrrverandi leikmanna Blikaliðsins hafa spilað með Ólafsvíkingum. Rétt fyrir móti í fyrra var Gísli Eyjólfsson lánaður tilÓlafsvíkurliðsins. Hann var svo kallaður til baka mánuði síðar eftir að hafa leikið 3 leiki með Ólafsvíkurliðinu. Í félagaskiptaglugganum 2016 var Alexander Helgi Sigurðarson lánaður til Ólafsvíkuren meiðsli komu í veg fyrir að hann gæti æft og spilað í Ólafsvík. Damir Muminovic  lék 24 leiki með Ólafsvíkurliðinu árið 2013 og skoraði 2 mörk. Ellert Hreinsson lék með þeim keppnistímabilin 2006 og 2007. Hann skoraði 11 mörk í 23 leikjum með Ólafsvíkurliðinu. Í félagaskiptaglugganum 2015 fer Gunnlaugur Hlynur Birgisson á láni til Ólafsvíkur og spilar 10 leiki með þeim 1. deildinni. Í febrúar 2017 gerði Gunnlaugur Hlynur 2 ára samningvið Ólafsvíkurliðið og á fast sæti i byrjunarliðinu. Frá Víkingum fengu Blikar í byrjun árs þeirra markahæsta mann þegar Hrjove Tokic skirfaði undir 2 ára samningvið Breiðablk. Hrjove skoraði 21 mark í 29 leikjum í fyrstu-og efstu deild með Ólafsvíkurliðinu.

Knattspyrnurdeild Breiðabliks býður stuðningsmönnum í rútuferð til Ólafsvíkur á leikinn. Lagt verður af stað kl. 14:00 frá Smáranum. Leikurinn hefst kl. 18:00. Fjölmennum og styðjum okkar menn í mikilvægum leik!Vonandi munu margir Blikar láta sjá sig á Ólafsvíkurvelli á sunnudaginn.

Leikurinn er klukkan 18:00! Vepurspáin er góð.

Áfram Breiðablik, alltaf, alls staðar!

Til baka