BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Víkingur R. – Breiðablik í PEPSI mánudagskvöldið  8. ágúst kl. 19:15

06.08.2016

Liðin eiga 74 leiki að baki í öllum keppnum inni og úti frá árinu 1957. Tölfræðin í leikjunum er hnífjöfn. Blikasigrarnir eru 27 á móti 27 sigrum Vikinga, jafnteflin eru 20.

Í efstu deild eru leikirnir 35. Þar hafa Víkingar yfirhöndina með 12 sigra gegn 10 sigrum Blika, jafnteflin eru 13.

Lið Breiðabliks og Víkings R. hafa mæst 11 sinnum í efstu deild frá árinu 2000. Jafnt er nánast á öllum tölum því Víkingar hafa sigrað í 3 leikjum, Blikar 4 leikjum og jafnteflin eru 4. Skoruð mörk eru 38 enda leikir liðanna í efstu deild frá árinu 2000 gjarnan miklir markaleikir. Úrslit eins og t.d. 2-6, 2-2, 4-1 er oftar en ekki niðurstaðan á árunum 2000-2015.

Árin 1957 til 1990 er Melavöllur og Laugardalsvöllur heimavöllur Víkinga þegar liðin mætast í opinberri keppni. Um er að ræða 19 leiki í A-deild, B-deild og Bikarkeppni KSÍ. Víkingar hafa yfirhöndina í þessum 19 leikjum með 9 sigra gegn 5 sigrum Blika og 5 jafntefli.

Blikar eiga 14 leiki að baki á Víkingsvelli í Víkinni í öllum keppnum frá 1991-2015. Jafnt er á öllum tölum. Bæði lið hafa unnið 5 leiki.

Breiðablik og Víkingur R. leikið 16 opinbera leiki frá því Blikar komu upp úr 1. Deild árið 2005. Þar hafa Blikar yfirhöndina 8 sigra gegn 4 sigrum Víkings. Jafnteflin eru 4. Í 8 heimaleikjum sigra Blikar 5 leiki, gera 1 jafntefli og Vinna 2 leiki. Í 8 útileikjum sigrar Breiðablik 3 leiki, jafnteflin eru 3 og tapleikir eru 2.

Ef úrslit í viðureignum liðanna í efstu deild síðustu 10 ár (2006-2016) eru skoðuð er þetta niðurstaðan:

Samtals 11 lekir. Blikar hafa yfirhöndina með 4 sigra gegn 3 sigrum. Jafnteflin eru 4.

Heimaleikir Blika á Kópavogsvelli skila  okkur 4 sigrum (1:0 2016, 4:1 2015, 4:1 2014, 1:0 2006), 1 jafnteli (1:1 2007) og einu tapi (2:6 2011).

Í 5 leikjum á Víkingsvelli gerum við Blikar 3 jafntefli (2:2 2015, 2:2 2011, 1:1 2007) og töpum tveimur leikjum (1:0 2014, 4:1 2006).

Blikar sigruðu fyrri viðureign liðanna á Kópavogsvelli  13. maí í sumar. Það gekk á í leiknum eins og lesa má um hér.

Því má búast við hörkuleik i Víkinni á mánudagskvölið  enda hafa þessi lið eldað grátt silfur saman alveg frá stofnári knattspyrnudeildar Breiðabliks árið 1957.

Kópacabana stuðningshópur Blika ætlar að fjölmenna á Víkingsvöll.

Vonandi sjá flestir Blikar sér fært að mæta í Víkina og hvetja okkar menn til sigurs.

Leikurinn er klukkan 19:15 á mánudagskvöld og veðurspáin er fín.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar

Til baka